NORA, Norræna Atlantsnefndin, hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og í strandhéruðum vestur og norður  Noregs. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi.

Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum: 

Auðlindir sjávar
Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að:
- fullnýtingu þekktra auðlinda, aukaafurða, nýrra auðlinda, eldi og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina,
- þróun framleiðsluaðferða og búnaðar.

Ferðamál
Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.

Upplýsingatækni
Verkefni sem stuðla að:
- hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu
- þróun hugbúnaðarlausna til eflingar atvinnulífs

Annað samstarf
Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.

Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar og þróunarstofnanir. Styrkir eru veittir  til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP). Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í Norður Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar.

Styrki er lengst unnt að veita til 3 ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli tveggja Nora landa eða fleiri.

Sækja má umsóknareyðublöð á dönsku, norsku eða og sænsku á heimasíðu NORA, www.nora.fo og senda:


NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE
Bryggjubakki 12 • Box 259 • FO-110  Tórshavn • Sími: +298 353110 • Fax: +298 353101 • nora@nora.fo

eða

NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE
Byggðastofnun • Ártorg 1 • IS-550 Sauðárkrókur • Sími: 455 5400 • thorarinn@byggdastofnun.is

Á Byggðastofnun veitir Þórarinn Sólmundarson nánari upplýsingar.