- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þrátt fyrir umhleypingasamt veður þessa dagana og á köflum vetrarhörkur og snjó, er undirbúningur að vorverkunum hafinn af fullum krafti. Fyrsta átakið í vor verður tengt "Degi umhverfisins" sem haldinn er um land allt 25. apríl á hverju ári. Stefnt er að því að hafa umhverfisviku dagana 23. - 28. apríl. n.k. Þessa daga verða allir hvattir til þess að taka rækilega til hendi og losa sig við allt dót og drasl sem stendur utandyra og hefur lokið hlutverki sínu en einhvernveginn dagað uppi þar sem það á ekki heima. Sérstaklega verða eigendur ónýtra bíla og tækja hvattir til þess að gera gangskör að hreinsun frá sér. Stefnt er að kynningum á umhirðu gróðurs og fleiru tengt umhverfismálum. Þetta verður allt saman kynnt rækilega þegar nær dregur en aldrei er of snemmt að byrja og koma frá sér öllu sem henda má. Gámastöðin er opin alla virka daga frá kl. 16.30 - 18.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 - 12.00