Umhverfissjóður Snæfellsness mun úthluta styrkjum úr sjóðnum á degi umhverfisins þann 25. apríl 2007. Markmið Umhverfissjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.

Í ár mun sjóðurinn úthluta þremur styrkjum samtals að fjárhæð kr. 500.000. Umsóknir um styrki þurfa að berast fyrir 31. mars til Stefáns Gíslasonar formanns sjóðsins á stefan@umis.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.

Stjórn Umhverfissjóðs Snæfellsness