Fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á iði, stendur fyrir ,,Hjólað í vinnuna”, heilbrigðri fyrirtækjakeppni um allt land dagana 2. - 22. maí.
Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna” er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Allir þeir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendurþ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.
Keppnisgreinarnar eru 2:
1) Flestir þátttökudagar (hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna í fyrirtækinu).2) Flestir km (hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna í fyrirtækinu).
Glæsilegir verðlaunaskildir er veittir fyrir efstu þrjú sætin í hverjum fyrirtækjaflokki.