Kammerkór Vesturlands heldur tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 18. mars. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá þar sem bæði íslensk kórtónlist og þýsk kirkjutónlist koma við sögu.

 

Kammerkór Vesturlands hefur starfað síðan í nóvember 1999. Í kórnum eru fjórtán félagar sem allir hafa mikla reynslu af söngstarfi. Kórinn syngur margbreytilega tónlist og hefur komið fram við ýmis tækifæri á Vesturlandi. Stjórnandi kórsins er Dagrún Hjartardóttir en undirleikari á tónleikunum er Jónína Erna Arnardóttir.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og aðgöngumiði kostar 1000 krónur. Allir velkomnir.