Ekki hætta á öskufalli í bráð

Almannavarnanefnd Snæfellsness fylgist með þróuninni í gosinu í Eyjafjallajökli.  Ekki er talin hætta á að aska berist yfir vestanvert landið næstu daga.  Hægt er að fylgjast með leiðbeiningum og fréttum af aðgerðum og þróun gossins á eftirfarandi vefum:   http://www.ust.is/Adofinni/Frettir/nr/6573 http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2121 www.almannavarnir.is http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=8&module_id=220&element_id=2121   Sóttvarnalæknar hafa verið virkjaðir og fá upplýsingar eftir því sem þær berast.  Sjá vef landlæknisembættis: http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2121  

Bæjarstjórnarfundur

118. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í grunnskóla Grundarfjarðar, mánudaginn 19. apríl 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Eftilitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna fjárhagslegrar stöðu Grundarfjarðarbæjar

Með bréfi dagsettu 13. apríl 2010, hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga tilkynnt bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar, að hún muni ekki að svo stöddu aðhafast frekar vegna fjárhagslegrar stöðu bæjarfélagsins.  Nefndin áréttar að vinna þurfi markvisst að því að bæta rekstrarafkomu og að lækkun á skuldastöðu sem nefndin telur vera of háa eins og er.  Tekið er fram, að í fjárhagsáætlunum fyrir yfirstandandi og næstu ár, sé gert ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarsjóðs.  Nefndin fer fram á að ársreikningar fyrir árið 2009 verði sendir til hennar um leið og þeir hafa verið afgreiddir.  Einnig er farið fram á að nefndinni berist ársfjórðungslega uppgjör úr rekstri sveitarfélagsins með samanburði við fjárhagsáætlun.   Þegar á síðari hluta ársins 2008 var gripið til aðhaldsaðgera í rekstri bæjarins og þeim var haldið áfram skipulega og markvisst á síðasta ári.  Árangurinn varð sá að allur rekstrarkostnaður lækkaði á milli áranna 2008 og 2009.  Með þessu var brugðist við efnahagshruninu um leið og það varð og þeirri vinnu hefur verið haldið áfram.  Á síðasta ári varð lántaka minni en afborganir lána, þannig að fyrir utan áhrif af verðbólgu og gengissigi, var um lækkun skulda að ræða hjá bæjarsjóði.  Ársreikningar fyrir árið 2009 voru lagðir fram til fyrri umræðu þ. 25. mars sl.  Síðari umræða og afgreiðsla fer fram seinna í þessum mánuði.

Innritun í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Haustönn 2010 Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2010 er rafræn, það er sótt er um skólavist á netinu. Umsækjendur þurfa að sækja um veflykil sem opnar þeim persónulegan aðgang að innrituninni. Sótt er um veflykil á menntagatt.is/innritun og kemur hann til baka í tölvupósti. Á sama stað er rafrænt umsóknareyðublað með leiðbeiningum og ýmsar upplýsingar um nám í framhaldsskólum. Forinnritun verður 12.-16. apríl fyrir nemendur úr 10. bekk grunnskóla (fæddir 1994 eða síðar). Endurskoðun á vali skóla 7.-11. júní 2010. Innritun eldri nemenda (fæddir 1993 eða fyrr) hefst 20. apríl og lýkur 11. júní. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: http://www.fsn.is/kennsluhaettir/innritun/  

Fjöldahjálparnámskeið á Grundarfirði 19. og 20. apríl 2010

Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Grundarfirði 19. og 20. apríl nk. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Grundarfirði, Borgarbraut 19. Námskeiðið er ætlað þeim sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að starfa innan neyðarvarnakerfis Rauða krossins. Sjá dagskrá hér.

Blúndubrók og brilljantín frumsýnt í kvöld

Skessuhorn 14. apríl 2010: Mikið húllumhæ verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þessa vikuna. Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður frumsýndur gamanleikurinn Blúndubrók og brilljantín og verða sýningar á leiknum daglega út vikuna. Fjöldi leikara, söngfólks og tónlistarfólks stígur á svið, sem er auk gamansögu þeirra Inga Hans Jónssonar og Sonju Karenar Magnúsdóttur uppfullur af frábærri rokk- og dægurtónlist, allt frá Elvis til Jacksons.  Blúndubrók og brilljantín, með undirtitilinn „Those were the days“ er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grundarfirði, Grunnskóla Grundarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og taka 55 nemendur af öllu Snæfellsnesi þátt í sýningunni.

Viltu tilnefna einhvern til þess að fá viðurkenninguna "Helgrindur" ?

Fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðar veitir árlega viðurkenningu sem ber heitið "Helgrindur" til einstaklings eða aðila sem þótt hefur skara fram úr í ástundun og/eða störfum að menningarmálum í Grundarfirði.  Viðurkenningin er kynnt og veitt á bæjarhátíðinni.   Nú auglýsir nefndin eftir tilnefningum á einstaklingum og aðilum til þess að fá þessa viðurkenningu í ár.   Tilnefna má einn eða fleri aðila eftir óskum hvers og eins.   Tilnefningum skal skila til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður, með bréfum, eða með  tölvupósti á grundarfjordur@grundarfjordur.is í síðasta lagi 7. maí n.k.    

Námskeið: Líknandi meðferð

Markmið: Að þátttakendur þekki hugmyndafræði líknarmeðferðar og fyrir hvað sú meðferð stendur, skoði hvernig líknarmeðferð er veitt á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu, þekki helstu þarfir sjúklinga og aðstandenda, þekki algeng einkenni og meðferð einkenna hjá sjúklingum í líknarmeðferð, skoði eigin samskiptamáta og eigin líðan í starfi.  

Sumarvinna

Þeir sem hyggjast sækja um starf hjá Áhaldahúsi Grundarfjarðar, Sundlaug Grundarfjarðar eða við íþróttamannvirki í sumar er bent á að gera það fyrir 21. apríl n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Grundarfjarðarbær  

Blúndubrók og brilljantín

  Nú styttist í  að  sýningar hefjist á söngleiknum Blúndubrók og brilljantín, „Those were the days“ sem er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grundarfirði ,  Grunnskólans í Grundarfirði og Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem 55 nemendur af öllu Snæfellsnesi taka þátt í sýningunni.