Markmið: Að þátttakendur þekki hugmyndafræði líknarmeðferðar og fyrir hvað sú meðferð stendur, skoði hvernig líknarmeðferð er veitt á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu, þekki helstu þarfir sjúklinga og aðstandenda, þekki algeng einkenni og meðferð einkenna hjá sjúklingum í líknarmeðferð, skoði eigin samskiptamáta og eigin líðan í starfi.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um líknarmeðferð og umönnun við lok lífs. Farið verður í þá heildrænu nálgun sem líknarmeðferð gengur út á og rætt um mikilvægar þarfir sjúklinga og aðstandenda. Fjallað verður um algeng einkenni og meðferð þeirra hjá sjúklingum í líknarmeðferð. Rætt verður um samskipti, siðfræði og líðan í starfi. Starf sjúkraliða á líknardeild verður kynnt.

Leiðbeinendur:Svandís Íris Hálfdánardóttir, sérfræðingur í líknandi hjúkrunarmeðferð Landspítala og Elísabet Pétursdóttir, sjúkraliði líknardeild Landspítala Kópavogi.

Tími: Laugardagur 24. Apríl ca. 9:00 til 17:00

Lengd: 10 kennslustundir

Staður: Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Verð: 19 000

Upplýsingar  og skráning:
Í síma 4372390

skraning@simenntun.is

www.simenntun.is