- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú styttist í að sýningar hefjist á söngleiknum Blúndubrók og brilljantín, „Those were the days“ sem er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grundarfirði , Grunnskólans í Grundarfirði og Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem 55 nemendur af öllu Snæfellsnesi taka þátt í sýningunni.
Þetta er frábær sýning fyrir alla fjölskylduna.
Sagan segir frá ungum manni í Grundarfirði og árið er 1963 þar sem Elvis mætir Bítlunum, við s.s. fylgjumst með sögu þessa manns og tengjumst sögunni í gegn um tónlist, þ.e. þekkt dægurlög.
Við fylgjumst með ástum, sorgum,gleði og stríðum þessa unga manns.
Tónlistin hefur að geyma perlur frá þessum árum og má þar nefna listamenn á borð við Bítlanna, Tom Jones, Motown dívur, diskódrottningar, Rolling Stones, Michael Jackson og marga fleiri frábæra listamenn.
Þetta er stórglæsileg sýning sem sett er upp í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þar sem sett hefur verið upp stórt hljóð og ljósakerfi.
Miðasalafer fram hjá ritara Grunnskólans í síma 430-8550 og í síma 863-1670 eftir klukkan 16.
Sýningatímar eru eftirfarandi:
Miðvikudagur 14. Apríl kl 20 – Frumsýning
Fimmtudagur 15. Apríl kl 20
Föstudagur 16. Apríl kl 20
Laugardagur 17. Apríl kl 16
Sunnudagur 18. Apríl kl 16