Sundnámskeið

Fyrirhugað er að halda sundnámskeið fyrir börn fædd 2003-2004 dagana 14.-18. júní, ef næg þátttaka fæst.  Námskeiðið verður 5 x 40 mínútur og  kostar 4.000 kr. sem greiðist í fyrsta tíma., en Grundarfjarðarbær greiðir niður hluta námskeiðsins Sundkennarar verða Ásdís og Inga Magný og fer skráning fram hjá þeim.  Tímasetning námskeiðsins verður auglýst síðar. Vonumst til að sjá sem flesta J   Kveðja, Ásdís: 899-3942  Inga Magný: 862-2985

Mötuneyti FSN

Óskað er eftir rekstaraðila til þess að reka mötuneyti FSN skólaárið 2010-2011. Áhugasamir hafi samband við skólameistara fyrir 1. júní 2010. Jón Eggert Bragason Skólameistari joneggert@fsn.is sími.430-8400  

Framlagning kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna þann  29. maí 2010, verður lögð fram þann 19. maí 2010.   Kjörskráin mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar mánudag - fimmtudag frá kl. 09.30 - 15.30 og föstudag frá kl. 09:30 – 14:00.   Sveitarstjórn er heimilt að taka mál vegna kjörskrár til meðferðar allt fram á kjördag.   Sjá nánar auglýsingu.

Bæjarstjórnarfundur

120. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar, mánudaginn 17. maíl 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Útskriftarhátíð

Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. maí 2010. Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 21. maí 2010 í hátíðarsal skólans. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari  

Allir velkomnir að vígslu móttökusvæðisins í Grundarfjarðarhöfn

Þriðjudaginn 18. maí n.k. verður nýja flotbryggjan og móttökusvæðið fyrir ferðamenn af skemmtiferðaskipum, formlega tekið í notkun með athöfn við flotbryggjuna og á svæðinu.   Athöfnin hefst kl. 16.00 með leik lúðrasveitar Tónlistarskóla Grundarfjarðar.   Af þessu tilefni býður hafnarstjórn öllum bæjarbúum að vera viðstaddir athöfnina og þiggja létta hressingu að henni lokinni.    Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Fimmtudaginn 13.maí verður opið hús í tónlistarskólanum frá kl:13:30 til 14:30. Ýmis tónlistaratriði verða í gangi á þessum tíma og boðið verður uppá léttar veitingar. Allir velkomnir ! Nemendur mæti kl.13 til að taka við prófskírteinum.  

Vígsla móttökusvæðis skemmtiferðaskipa

Skessuhorn 12. maí 2010: Þriðjudaginn 18. maí næstkomandi verður vígsla móttökusvæðis skemmtiferðaskipa í Grundarfirði. Að þessu tilefni er verið að mála og gera svæðið fínt á höfninni en á meðfylgjandi mynd má sjá hafnarvörðinn í Grundarfirði, Hafstein Garðarsson, mála vigtarskúrinn. Nú hafa 13 skemmtiferðaskip staðfest komu sína í Grundarfjörð í sumar.  

Skaut hvíta tófu

Skessuhorn 11. maí 2010: Laugardaginn síðasta náði Bjarni Sigurbjörnsson á Eiði hvítri tófu í hlíðinni fyrir ofan bæinn Hamra í Grundarfjarðarbæ. Þar stendur nú sauðburður sem hæst og því eins gott að verja svæðið.  

Garðyrkjufélag Snæfellsness stofnað

S.l. miðvikudag var haldinn stofnfundur Garðyrkjufélags Snæfellsness á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi.  Formaður var kosinn Anna Melsteð, meðstjórnendur Guðrún Hauksdóttir, Magðalena Hinriksdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Sesselja Pálsdóttir.  Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands kynnti félagið og að því loknu kom Jón Guðmundsson garðyrkjumaður og fræddi fundargesti ítarlega um það hvernig koma mætti ávaxtatrjám til að vaxa og bera ávexti utandyra.