Pub Quiz

Í kvöld fer fram fimmtánda keppnin í kráarvisku. Það er Meistaraflokkur karla sem stendur fyrir þessu og rennur allur ágóði af keppninni óskertur til þeirra.  Þemað í kvöld er almenn þekking og því geta allir tekið þátt.     Keppnin hefst kl 21:00 og fer fram á Kaffi 59 að venju. Það kostar aðeins 500 kr á mann og má búast við spennandi kvöldi í kvöld.   Við hvetjum alla til að mæta, skemmta sér og styrkja strákana okkar í leiðinni.   Meistaraflokksráð.

Vatnsverksmiðja

  Byrjað var að reisa vatnsverksmiðjuna við Rifshöfn í blíðskaparveðri í gær. Gústi smiður úr Grundarfirði aðstoðar með fyrirtækinu Þorgeir ehf. að reisa þessa verksmiðju. Hér má sjá fleiri myndir eða í myndabanka.

Úthlutanir Menningarráðs vesturlands 2010

Föstudaginn 26. mars. sl. fór fram úthlutun styrkja Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2010 við athöfn í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Verkefnin í ár sem hljóta styrki eru 81 að tölu og úthlutað var 30,3 milljónum króna. Þetta er í fimmta skipti sem ráðið úthlutar styrkjum. Framlög til menningarrráðs frá ríkinu nemur 25 milljónum króna á þessu ári og munu sveitarfélög á Vesturlandi einnig leggja til rekstrarframlög á móti úthlutuðum styrkjum.

Grundfirðingar sigursælir

Stórt Boccia mót var haldið í Grundarfirði um síðustu helgi. 13 lið mættu til leiks; 4 úr Grundarfirði, 5 úr Borgarnesi, 2 úr Snæfellsbæ og 2 úr Stykkishólmi. Mótið tókst í alla staði mjög vel og endaði svo að Grundfirðingar nældu sér í gull- og silfurverðlaun. Sigurliðið skipa þau Halldór Guðmundsson, Ólöf Pétursdóttir og Hjörtur Óli Halldórsson.  

Samferða- Styrktar- og minningatónleikar

  Þriðjudaginn 30. mars kl. 20:30 verða haldnir styrktar og minningatónleikar fyrir fjölskyldu Valdimars og Jóns Þórs. Tónleikarnir verða í Fíladelfíu, Hátúni 2. Ákveðið hefur verið að hafa beina útsendingu frá tónleikunum  í fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og í Allanum á Siglufirði. 

20 Snæfellingar útskrifast úr átthaganámi

Laugardaginn 27. mars var útskrifað af námskeiðinu „Átthaganám á Snæfellsnesi, svæðisþekking og upplýsingamiðlun“. Útskriftin var með óhefðbundnu móti, hópurinn fór í rútu hringinn í kringum Snæfellsjökul og skiptust þátttakendur á að segja frá því sem fyrir augu bar. Þetta var hin mesta skemmtun og fróðlegt mjög að auki. Hin eiginlega útskrift fór svo fram á Hótel Búðum að ferð lokinni. 

Opnunartími sundlaugar um páskana

Sundlaug Grundarfjarðar verður opin sem hér segir um páskana.   Miðvikudagur 31. mars: 13:00 - 17:00 Skírdagur 1. apríl:          13:00 - 17:00 Föstudagurinn langi:      13:00 - 17:00 Laugardagur 3. apríl:     13:00 - 17:00 Páskadagur:                   Lokað Annar í páskum:             13:00 - 17:00

Útskrift

Skrifstofuskólinn var með sína fyrstu útskrift þann 27. mars og voru það alls 19 nemendur sem útskrifuðust eftir 6. mánaða nám. Kennt var í fjölbrautarskóla Snæfellinga en  námskeiðið var á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Námið fólst í tölvukennslu, upplýsingatækni, verslunarreikningi, bókhaldi, ensku, sjálfstyrkingu og ýmsum öðrum námsþáttum. Hér má sjá útskriftarhópinn.  

Ferðafélag Snæfellsness heldur aðalfund

Mánudaginn 29. mars verður haldinn aðalfundur hjá Ferðafélagi Snæfellsness. Fundurinn er haldinn í Sögumiðstöðinni og hefst klukkan 20:00. 

Sigruðu í forritunarkeppni

Tekið af mbl.is þann 28.3.2010   Sigurlið Alpha-deildarinnar en í þeirri deild kepptu þeir sem hafa stundað forritun umfram það sem kennt er í skólum. Með sigurliðinu eru þeir Björn Þór Jónsson, starfandi forseti tölvunarfræðideildar HR, og Emil G. Einarsson framkvæmdastjóri sölusviðs Nýherja.     Tækniskólanemarnir Sveinn Fannar Kristjánsson og Jónatan Óskar Nilsson höfnuðu í fyrsta sæti í Alpha-deild forritunarkeppni framhaldsskólanna en auk þeirra var Gabríel Arthúr Pétursson í sigurliðinu. Hann er nemandi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.