Blakmót

Hið árlega skírdagsmót í blaki verður fimmtudaginn 1.4.2010 kl. 11.00 Sjá auglýsingu hér. 

Sundlaugin verður opnuð eftir helgi

Verið er að yfirfara tæknilegan búnað í sundlaug Grundarfjarðar og undirbúa hana fyrir opnun eftir vetrardvalann.  Vonast er eftir góðu veðri um páskana og að sundlaugin verði þá komin í fulla notkun.  Opnunartími verður auglýstur nánar síðar. 

Fjáröflun 9. bekkjar stendur yfir

Nemendur 9. bekkjar standa nú í ströngu við að safna fé í ferðasjóð. Ekki hefur enn verið ákveðið hvert skal halda en víst að það verður innanlands. Krakkarnir hafa verið dugleg að safna dósum og einnig hafa þau steikt og selt kleinur við góðar undirtektir. Föstudaginn 26. mars verður hópurinn með kökubasar í anddyri Samkaupa, og hefjast herlegheitin kl. 14:00. 

Páskafrí hjá UMFG

Æfingar hjá UMFG fara í frí á sama tíma og Grunnskóli Grundarfjarðar. Þar af leiðandi eru síðustu æfingar á vegum UMFG á morgun föstudaginn 26. mars.   Æfingar hefjast svo aftur þegar Grunnskólinn tekur til starfa eftir páska.   Stjórn UMFG 

Blúndubrók og brilljantín í Grundarfirði

Skessuhorn 24. mars 2010   Eftir að hafa spjallað við Sonju Karen Marinósdóttur tónmennta- og tónlistarkennara í Grundarfirði um söng- og gamanleik sem þar er í uppsiglingu og verður frumsýndur í Samkomuhúsinu 14.apríl n.k., er ljóst að mikil dægur- og rokksveifla hefur leist úr læðingi í Grundarfirði. Það er ekki nóg með að stór hluti nemenda skólanna þriggja; tónlistar-, grunn- og fjölbrautaskólans taka þátt í sýningunni, heldur einnig fjöldi kennara og ýmissa sjálfboðaliða sem stíga á stokk. Þá eru ótaldir þeir sem eru að safna saman leikmunum og sauma búninga fyrir sýninguna.

Bæjarstjórnarfundur

117. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í grunnskóla Grundarfjarðar, fimmtudaginn 25. mars 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Minningarsjóður fyrir Dvalarheimilið Fellaskjól.

Nýverið var á aðalfundi Kvenfélagsins Gleym - mér - ei gengið frá stofnun minningarsjóðs fyrir Dvalarheimilið Fellaskjól. Tilgangur minningarsjóðsins samkvæmt stofnskrá er:  að styðja fjárhagslega við starfsemi Fellaskjóls, að veita styrki í fjárfestingu, verkefni eða viðburði til  afþreyingar fyrir íbúa dvalarheimilisins og að  styrkja starfsfólk þess til að sækja sér endurmenntun er nýtist í starfi við heimilið. Björg Ágústsdóttir aðstoðaði Kvenfélagið við lögfræðilega hlið á stofnun sjóðsins og eru henni færðar bestu þakkir fyrir.   Minningarkortin munu fást í Hrannarbúðinni og á Dvalarheimilinu Fellaskjól.

Páskaeggjabingó UMFG fært í sal FSN

Vegna óviðráðanlegra orsaka þá færist páskaeggjabingó UMFG úr Samkomuhúsinu yfir í FSN. Semsagt þá verður Páskaeggjabingó UMFG fimmtudaginn 25.03.2010 kl 18:30 í Fjölbrautarskóla Snæfellinga.    Spjaldið kostar 500 kr. og við hvetjum alla til að freista þess að næla sér í páskaegg fyrir páskana.   Stjórn UMFG 

Þúsundasti fundurinn hjá AA deild Grundarfjarðar

Fimmtudaginn 25. mars n.k. mun AA deild Grundarfjarðar halda sinn þúsundasta fund. Að því tilefni verður fundurinn opinn gestum. Þeim sem vilja kynna sér starfsemi AA samtakanna er velkomið að taka þátt í fundinum, eða bara fylgjast með. Reynt verður að svara spurningum á opinn og einlægan hátt að fundi loknum. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Verkalýðsfélags Snæfellinga að Borgarbraut 2 og hefst klukkan 20:00.   Deildin 

Hagkvæm hollusta

Frábært námskeið fyrir þá sem langar til að breyta matarræðinu eða bæta við hollum og bragðgóðum mat úr úrvals hráefni fyrir sanngjarnt verð. Hollt fyrir budduna, línurnar og andann……