Páskaeggjabingó UMFG

Árlegt páskaeggjabingó UMFG verður haldið í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 25.03.2010 kl. 18:30   Spjaldið kostar aðeins 500 kr. og við hvetjum alla til að mæta og reyna að næla sér í páskaegg.   Stjórn UMFG 

Sendum öll Jóni Þór Einarssyni hlýja strauma og góðar óskir um bata

Jón Þór Einarsson er nú staddur í Newcastle ásamt foreldrum sínum.  Hafinn er undirbúningur að mergskiptum sem framkvæmd verða eftir rúma viku.  Allir í Grundarfirði og víðar sameinast um að senda fjölskyldunni hlýja strauma og góðar óskir um að allt gangi vel.  Styrktartónleikar verða í sal Fíladelfíu í Reykjavík þriðjudaginn 30. mars n.k. og án efa munu Grundfirðingar og allir aðrir fjölmenna þangað.  Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á reikning 0321-13-33, kt. 070964-5039. Ennfremur verða tónleikarnir í beinni útsendingu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir þá sem ekki komast á tónleikana sjálfa.

Breytingar hjá bæjarstjóranum

Bæjarstjórinn, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, tilkynnti bæjarstjórninni á fundi hennar í dag, að hann hefði ekki í hyggju að sækjast eftir endurráðningu þegar núverandi ráðningarsamningur rennur út síðar á þessu ári.  Guðmundur tók fram, að þessi ákvörðun væri eingöngu tekin vegna persónulegra ástæðna.  Guðmundur sagðist hafa átt einstaklega gott samstarf við bæjarstjórnina, starfsfólk bæjarins og íbúa Grundarfjarðar og myndi sakna þessa alls þegar hann hyrfi á brott.  Guðmundur Ingi og kona hans munu flytja til Hellu þar sem þau bjuggu áður.  Hugsanlegt er að Guðmundur Ingi láti eitthvað til sín taka í sveitarstjórnarmálunum í Rangárþingi ytra.

Flotbryggja sjósett

Vinna við úrbætur á móttökusvæði hafnarinnar fyrir skemmtiferðaskip gengur vel. S.l. mánudag var ný flotbryggja sjósett, og vinna stendur yfir við frágang og fegrun. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði orðin glæsileg þegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur.

Vel heppnaðir tónleikar

Föstudaginn s.l. stóð Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar fyrir tónleikum í húsakynnum FSN. Tónleikarnir báru heitið „Velkomin í bíó“ og var tónlistin valin úr heimi kvikmynda og tónlistarmyndbanda. Á meðan gestir nutu tónlistarinnar voru sýnd viðeigandi myndbrotsem efldu og mögnuðu stemminguna.

Vélgæsla - Námskeið

Námskeið í vélgæslu verður haldið í FVA dagana 8.- 19. apríl sjá nánar í auglýsingu hér.

Stjakar fyrir friðarljós til sölu!

    Eitt af verkefnum vetrarins í starfsdeild Grunnskóla Grundarfjarðar var að hanna og smíða friðarljósastjaka úr járni  sem  setja má við leiði og eru  þeir nú til sölu. 

Aðalfundur Hestaeigendafélags Grundarfjarðar

Aðalfundur Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Fákaseli, mánudaginn 22. mars,  kl. 20:00. 

Bæjarstjórnarfundur

116. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu, miðvikudaginn 17. mars 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Aðalfundur Búnaðarfélags

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyrarsveitar verður haldinn á Hótel Framnesi sunnudaginn 21. mars 2010 næstkomandi og hefst kl.14.00 Venjuleg aðalfundarstörf. - Stjórnin.