Tími skemmtiferðaskipa

Le Boréal er glæsilegt skipNú er runninn upp tími skemmtiferðaskipa í Grundarfirði. Í dag kom Le Boréal í annað sinn á þessu sumri en það mun koma fjórum sinnum á þessu ári. Alls koma 18 skip til Grundarfjarðar á þessu ári og þar af koma 10 í júlí.   Næsta skip kemur fimmtudaginn 12. júlí og er það Artania sem er stærsta skipið sem kemur þetta árið en alls tekur það 1.200 farþega.   Skemmtiferðaskip 2012

Endurnýjun gangstétta

Nýlega hófst vinna við endurnýjun gangstétta í bænum. Í fyrsta áfanga verður áhersla lögð á Grundargötu og götur sem liggja að henni. Einnig hefur verið steypt gangstétt á Eyrarvegi og Nesvegi þar sem engin steypt gangstétt var. Þá verður gangstétt á Sæbóli lagfærð til bráðabirgða þar sem þörfin er mest.   Endurnýjun gangstétta í bænum og lagning nýrra þar sem engar eru fyrir, er mjög brýnt verkefni og mun verða unnið í mörgum áföngum eftir því sem aðstæður leyfa.  

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2012

Grundarfjarðarbær efnir til ljósmyndasamkeppni líkt og síðasta sumar. Sú keppni tókst með ágætum og í framhaldi af henni var haldin glæsileg ljósmyndasýning á Rökkurdögum í október.   Þema samkeppninnar í ár er Fólkið í bænum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka og á tímabilinu apríl til september. Samkeppnin stendur til 30. september 2012 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.   Tilgangur keppninnar er sá að Grundarfjarðarbær komi sér upp góðu safni mynda úr sveitarfélaginu til notkunar við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins.  

Laus störf í heimaþjónustu

Ferðasaga lúðrasveitarinnar.

Eins og flestir vita þá er lúðrasveit Tónlistaskólans á ferðalagi um Ítalíu. Til að fólkið heima geti fylgst með þá hafa þau verið að blogga um hvað þau hafa verið að gera, hvert þau hafa farið og fleira skemmtilegt. Hér má lesa ferðasögu þeirra.

Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012

Kjörfundur í Grundarfirði vegna forsetakosninga verður haldinn laugardaginn 30. júní 2012 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.   Kjörstjórn Grundarfjarðar  

Ný sumarnámskeið að hefjast!

Næsta Ævintýranámskeið hefst mánudaginn 2. júlí næstkomandi og næsta Listasmiðja hefst þann 9. júlí. Skráning á öll námskeið er enn í fullum gangi!        

Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Laust er til umsóknar nýtt starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Grundarfjarðarbæ.   Helstu verkefni eru rekstur allra íþróttamannvirkja, samskipti við íþróttahreyfinguna, eftirlit með útgjöldum og starfsmannahald.  

Bókasafnið er opið

Bókasafnið er opið í dag, fimmtudaginn 21. júní kl. 13-18, klukkan eitt til sex.   Flökkubækur og slatti af notuðum bókum á skiptibókamarkaði.   Opið næsta fimmtudag, 28. júní.   Tenglar bókasafnsins

Straumlaust á Vesturlandi aðfaranótt 22. júní

Straumlaust verður aðfaranótt 22. júní frá klukkan 00:00 til 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra í Borgarfirði. Um er að ræða vinnu við tengingu á öðrum 66/19 kV 10 MVA spenni sem settur er upp til að mæta aukinni aflþörf á svæðinu.   Straumleysið varðar allt dreifikerfi Rarik norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrarsýslu og Snæfellsnes og þar með talið allt þéttbýli á svæðinu s.s. Grundarfjarðarbæ. Rarik mun nýta þetta tækifæri til viðhaldsvinnu í dreifikerfinu eins og hægt er og á þann hátt að fækka straumleysistilvikum vegna nauðsynlegrar aðgerða í kerfinu, varavélar verða nýttar þar sem því verður við komið.