Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá mánudaginn 3. september.   Skólastjóri.  

Hlutastörf í íþróttahúsi og grunnskóla

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar og hins vegar starfsmann  í þrif við Grunnskóla Grundarfjarðar sem vinnur jafnframt sem baðvörður í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.  

Ábending til hundaeigenda

Hundaeigendur eru hvattir til að hirða upp skít eftir hundana sína. Kemur þessi ábending vegna þessa að hundaskítur var skilinn eftir á leikskólalóðinni.   Viljum við ítreka það að bannað er að vera með hunda á leikskólalóðinni.      

Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar, jarðstrengir milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur.

Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf og 19 kV jarðstrengs á vegum RARIK milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Sá hluti lagnarinnar, sem liggur um Grundarfjarðarbæ er um 12 km að lengd.   Lýsing og umhverfislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar voru kynntar á vef Grundarfjarðarbæjar og með auglýsingu í Jökli þann 14.06.2012 og engar athugasemdir bárust. Haldinn verður kynningarfundur um tillögu breytingar aðalskipulags og umhverfisskýrslu á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar þann 28. ágúst 2012 kl. 12:00 – 14:00 Gert er ráð fyrir að breytingin verði síðan auglýst í samræmi við 36. grein skipulagslaga. Þeir sem vilja gera athugasemdir á þessu stigi skili athugasemdum á fundinum eða sendi netpóst til Skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar á netfangið smari@grundarfjordur.is fyrir 31. ágúst 2012.   Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðar.  

Opnunartími sundlaugar á morgnana!

Meðan á skólasundi stendur verður Sundlaug Grundarfjarðar opin á morgnana alla virka daga kl. 7:00-8:00. Lokað er um helgar. Sundlaugin verður opin á þessum tíma frá og með fimmtudeginum 23. ágúst.  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn  6. september n.k.   Tekið er á móti  tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350  

Forskóli Tónlistarskólans

Nemendum 1.-2.bekkjar gefst nú kostur á að skrá sig í Tónlistarskólann í sérstakan forskóla sem er undirbúningur fyrir frekara tónlistarnám.  Eins og kunnugt er geta síðan nemendur hafið eiginlegt tónlistarnám við 8 ára aldur (3.bekk). Vert er að taka fram að forskólinn er foreldrum að kostnaðarlausu.             Í forskólanum munu nemendur fá fjölbreytta kynningu á ýmsum hljóðfærum og tónlist úr ýmsum áttum auk þess sem áhersla verður lögð á söng, leiki, hrynmynstur og grunnskilning á helstu hugtökum byrjenda í tónlistarnámi.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Opið í vetur: Bókasafnið er opið kl. 15 - 18, mánudaga til fimmtudaga. Fjarnemar hafa getað nýtt sér bókasafnið og millisafnalán á ítarefni undanfarin mörg ár. Aðstoð við leitir og val á heimilidum. Barnafólk má vera duglegra að koma með börnin sín. Lengi býr að fyrstu gerð. Sögustóll í barnahorni bókasafnsins. Gögn sem bókasafnið 'lánar' er ekki bara í hillunum. Við sækjum efni á vefinn eftir þörfum. Önnur upplýsingaþjónusta.                Verið velkomin.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöðu.

Starfsmaður í ræstingar í Grundarfirði, 35% staða í rúma 8 mánuði. Starfsmaður í ræstingar í 35% stöðu. Vinnutíminn er seinnipart dags. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 2012 til 25. maí 2013.   Umsóknir skulu hafa borist Ólafi Tryggvasyni, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði eða á netfangið olafur@fsn.is fyrir 30. ágúst 2012. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Tryggvason húsvörður, sími: 891-8401, netfang: olafur@fsn.is. Umsóknarfrestur er 30. ágúst 2012. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins.   Á vef skólans www.fsn.is má finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari  

Afmæli Grundarfjarðar

Þann 18. ágúst 1786, gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verða miðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismann og stofnana.