- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Straumlaust verður aðfaranótt 22. júní frá klukkan 00:00 til 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra í Borgarfirði. Um er að ræða vinnu við tengingu á öðrum 66/19 kV 10 MVA spenni sem settur er upp til að mæta aukinni aflþörf á svæðinu.
Straumleysið varðar allt dreifikerfi Rarik norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrarsýslu og Snæfellsnes og þar með talið allt þéttbýli á svæðinu s.s. Grundarfjarðarbæ.
Rarik mun nýta þetta tækifæri til viðhaldsvinnu í dreifikerfinu eins og hægt er og á þann hátt að fækka straumleysistilvikum vegna nauðsynlegrar aðgerða í kerfinu, varavélar verða nýttar þar sem því verður við komið.