Blóðbankabíllinn

Blóðabankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval miðvikudaginn 19. september kl.10.00 - 17.00. Allir velkomnir.

Síðustu skemmtiferðaskip sumarsins

Ljósmyndari: Tómas Freyr Kristjánsson   Grundarfjörður tók heldur betur vel á móti síðustu skemmtiferðaskipum sumarsins í morgun. Einmuna blíða og spegilsléttur sjór og bærinn fylltist fljótt af iðandi mannlífi.  

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012.

Stofn og rekstrarstyrkir. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið , félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.  

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt?

Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.      

Rauði kross Íslands

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakka til Hvíta- Rússlands hefst fimmtudaginn 20.09.2012 milli kl 14 – 16, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut. Allir velkomnir til hjálpar við þetta verkefni. Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Grundarfjarðardeild rauða kross Íslands

Bæjarstjórnarfundur

151. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 13. september 2012, kl. 16:30.  

Bókasafn Grundarfjarðar

  Aðstaða til lestrar og samveru.   Kíkið á vefsíðu bókasafnsins   Opið:   Mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00  

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól

Aðalfundur verður haldinn á heimilinu þriðjudaginn 11.09.2012 Kl. 20:30 Venjuleg aðalfundarstörf, horft til framtíðar!  

Langar þig í nám?

Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla.    Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.   Menntastoðir eru fjarnám er 2 annir, og hefst með staðlotu föstudaginn 21.september í Borgarnesi.   

Tímatafla UMFG.

Búið er að gefa út tímatöflu UMFG í íþróttahúsinu fyrir veturinn 2012 - 2013. Hana má nálgast hér á heimasíðunni undir "íþróttir". Tímatafla UMFG.