Sumartími á bókasafninu

Frá 1. júní verður opið á fimmtudögum kl. 13-18. Lánþegar bókasafnsins geta komið og fengið útlán í 2-3 mánuði, eftir ástæðum. Upplýsingar um bókakost safnsins eru á Gegni.is. Kynnið ykkur einnig aðra gagnagrunna sem eru hrein viðbót við bókasöfn landsins. Til að læra að meta niðurstöður leita á Internetinu má kynna sér leiðbeiningar á leiðbeiningasíðunni. 

Blóðsöfnun í Grundarfirði

Við verðum með blóðsöfnun í Grundarfirði miðvikudaginn 23. maí. milli klukkan 10:00 - 17:00 við Samkaup Úrval. Sjá meðfylgjandi auglýsingu. Vonumst til að sjá sem flesta.  

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 25. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 15.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari. 

Vel heppnaður íbúafundur

Þriðjudaginn 15. maí var haldinn fjórði íbúafundurinn í Grundarfirði á kjörtímabilinu. Fundirnir hafa ávallt verið vel sóttir og voru fundarmenn nú liðlega 40.   Á fundinum var farið yfir framkvæmdir ársins, fjármál, sorpmál og umhverfismál almennt. Þá kynnti Björg Ágústsdóttir svæðisgarð á Snæfellsnesi og Anna Júnía Kjartansdóttir kynnti verkefni nema við Fjölbrautaskólann sem kallaðist "Fyrir mér er Grundarfjörðru heima - Framtíðarsýn til 2025".   Að loknum erindum voru almennar umræður og fyrirspurnir.   Meðfylgjandi eru glærur frá fundinum.    

Sumaropnun sundlaugarinnar

Í sumar verður sundlaugin opin alla daga frá 19. maí til 19. ágúst. Virka daga verður opið kl. 07-20 og um helgar kl. 10-17.   Frítt verður í sund á laugardaginn, 19. maí.

Matís opnar starfsstöð í Grundarfirði

Matís hefur nú ákveðið að opna starfsstöð í Grundarfirði. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn og fyrst um sinn verða þeir með aðstöðu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Á vef Matís er fyrirtækið skilgreint sem "þekkingar og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla".   Þessi ákvörðun Matís um uppbyggingu á starfsemi við Breiðafjörð er ekki síst tekin vegnar frumkvæðis Snæfellinga. Fjölmargir möguleikar eru til eflingar á matvælaiðnaði á svæðinu og mörg ónýtt tækifæri fyrir hendi. Til að nýta þau þarf öflugt rannsóknar- og þróunarstarf. Starfsemi Matís á svæðinu er því lykilatriði í sókn að verðmætari vörum og betri nýtingu afurða.   Sjá frétt á vef Matís um uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins við Breiðafjörð.    

Rýnifundur um sorpmál

Í hádeginu á morgun, þriðjudaginn 15. maí verður rýnifundur með fulltrúum Íslenska gámafélagsins þar sem farið verður yfir reynsluna af sorpflokkuninni. Íbúar sem haafa ábendingar um eitthvað sem mætti gera öðruvísi, mega gjarnan hafa samband við bæjarstjóra í síma 430 8500 - og jafnvel taka þátt í fundinum með okkur.   Fundurinn verður á bæjarskrifstofunni kl. 12:15 á morgun, þriðjudag. 

Ársreikningur 2011

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 var samþykktur við síðari umræðu í bæjarstjórn 10. maí sl. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 121 milljón kr. sem er verulega betri niðurstaða en árið 2010. Skýring á bættri afkomu er sú að á árinu voru ólögleg gengisbundin lán sveitarfélagsins endurreiknuð og voru tekjufærðar 206 milljónir kr. vegna þess. Grundarfjarðarbær hefur glímt við þrönga fjárhagsstöðu undanfarin ár og er fjármagnskostnaður sveitarfélaginu þungur. Þann 15. febrúar 2010 féll dómur í Hæstarétti þar sem segir að óheimilt hafi verið að reikna Seðlabankavexti á lánin aftur í tímann. Nota átti samningsvexti lánanna. Ef dómurinn hefur almennt fordæmisgildi munu lán sveitarfélagsins lækka enn frekar en óvist er hve mikil sú lækkun gæti orðið.  

Vinnuskóli sumarið 2012.

Vinnuskóli Grundarfjarðar verður starfræktur sumarið 2012 frá 4. júní fram til 26. júlí, alls átta vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga fædda árin 1996, 1997 og 1998 og starfar í tveimur tímabilum. Hið fyrra stendur frá 4.-28. júní að báðum dögum meðtöldum og hið seinna 2.-26. júlí að báðum dögum meðtöldum.  Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir að skráningu lýkur. Vinnutími: mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00.  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 31. maí n.k.Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 432 1350.