Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum í Áhaldahúsinu. Eigandi er vinsamlegast beðinn að vitja hans þar.  Sími verkstjóra er 691 4343.              

Ný námskeið að hefjast!

Ævintýranámskeið 30.júlí-3.ágúst 8.30-11.30 : árg. 2004-2006. 12.30-15.30 : árg. 2001-2003.    Haustsmiðja 7.-17.ágúst 8.30-11.30 : árg. 2003-2006.   Ævintýranámskeið 7.-17.ágúst 12.30-15.30 : árg. 2001-2006.   Sýning á verkum barna í Listasmiðju verður föstudaginn 27.júlí í Grunnskóla Grundarfjarðar kl.15-18.   Skráning: Ólöf Rut  sími: 847-8750. Einnig má senda tölvupóst á: sumarnamskeid.grf@gmail.com    

Gámastöð og sorphreinsun

Næsta laugardag verður gámastöðin lokuð vegna bæjarhátíðarinnar. Aðra laugardaga er opið kl. 12-14. Gámastöðin verður opin kl. 16-18 alla daga vikunnar fram á föstudag.   Á morgun, þriðjudaginn 24. júlí, verður brúna tunnan tæmd en gráa tunnan verður ekki tæmd fyrr en þriðjudaginn 31. júlí.   Ef íbúar þurfa að losna við óflokkað heimilissorp, sem að jafnaði fer í gráu tunnuna, er hægt að fara með það á gámastöðina á opnunartíma hennar. Lausir ruslapokar við hliðina á tunnum eru ekki fjarlægðir við reglulega sorphreinsun.   Íbúar eru einnig hvattir til að þrífa ruslatunnur ef því sem þörf er á, ekki síst brúnu tunnuna. Ekki má nota annað en maíspoka undir lífrænan úrgang sem fer í brúnu tunnuna.  

Dansnámskeið í Grundarfirði

Vikuna fyrir Góða stund verður haldið Dansnámskeið í Grundarfirði! Viðtökurnar í fyrra voru frábærar svo við höfum ákveðið að endurtaka leikinn! Kennt verður 5 daga vikunnar, 23-27. júlí og afraksturinn sýndur á sviðinu við höfnina á laugardeginum í fjölskyldudagskránni.

Útvarp Grundarfjörður FM 103,5

Útsendingar hefjast í hádeginu á sunnudag. Í ár er útvarpstöðin staðsett í húsnæði Bókasafns Grundarfjarðar. Margir skemmtilegir þættir verða á dagskránni í ár. Nú er um að gera að stilla á rétta tíðni.   Hátíðarfélag Grundarfjarðar.

Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Eigandi er beðinn um að vitja hans þar eða hringja í síma 691-4343.    

Á góðri stund - dagskrá

Nú styttist í bæjarhátíðina "Á góðri stund". Vinna við undirbúning er í hámarki og dagskráin tilbúin og glæsileg að vanda. Jafnvel á enn eftir að bætast við hana.   Bæklingi með dagskrá verður dreift á öll heimili í bænum þegar nær dregur.   Dagskrá hátíðarinnar    

Laust starf íþróttakennara

Íþróttakennara vantar við Grunnskóla Grundarfjarðar. Ráðið verður í starfi frá 1. ágúst 2012. Nánari upplýsingar veitir Anna Bergsdóttir, skólastjóri, í síma 430 8555 eða 863 1670. Netfang annberg@grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 25. júlí 2012.    Grunnskóli Grundarfjarðar  

Barnanámskeið í golfi

Vikuna 16. júlí til 20. júlí verður haldið barnanámskeið í golfi. Einar Gunnarsson PGA golfkennari er umsjónarmaður námskeiðsins. Kennt er frá kl. 13:00 – 15:00, frá mánudegi til föstudags. Námskeiðinu lýkur með litlu golfmóti. Kennt er á æfingasvæði Golfklúbbsins Vestarr. Kylfur og áhöld á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.   Skráning í síma 894-2502 og á netfanginu eg@stykk.is Lágmarksþátttökufjöldi er 8 börn. Verð 5000 kr. 

Umsækjendur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja rann út 6. júlí. Tíu sóttu um starfið, en tveir dróu umsóknir sínar til baka.   Umsækjendur eru: Aðalsteinn Jósepsson Arna Hildur Pétursdóttir Heimir Laxdal Jóhannsson Kári Gunnarsson Kristján Magni Oddsson Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir Sebastien Bougeatre Tómas Logi Hallgrímsson