Moltan komin

Fyrsta moltan sem unnin er úr úrgangi frá brúnu tunnunum er komin á gámastöðina. Moltan er staðsett fyrir utan girðinguna.   Lengst af vetri áttum við ekki von á að motlan yrði nýtileg þar sem talsvert var um plast í henni. Moltan var hreinsuð og stendur nú öllum Grundfirðingum til boða endurgjaldslaust.   Molta er jarðvegsbætir og blanda þarf hana með jarðvegi, ekki setja hana óblandaða í garða og beð.

Golf - Barna-og unglingaæfingar

Á þriðjudögum í sumar verður golfkennsla í boði fyrir alla nemendur Grunnskólans í Grundarfirði. Einar Gunnarsson PGA golfkennari sér um æfingarnar sem henta bæði þeim sem hafa æft golf og einnig þeim sem vilja byrja í golfi. Fyrsti æfingadagurinn er þriðjudagurinn 12. júní. Kennt verður frá kl. 16:00 til 17:00 Æfingarnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu Endilega drífið ykkur á golfæfingu krakkar! Kylfur og áhöld á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.   Barnanámskeið fyrir börn 6 ára til 16 ára. Tvö vikunámskeið verða í boði í sumar, kennt mánudaga til föstudaga frá 18. júní til 22. júní og 16. júlí til 20.júlí. Kennt er frá kl. 13:00 til 15:00. Hámarksþátttökufjöldi er 12 þátttakendur. Verð: Stök vika 5.000 kr Báðar vikurnar 9.000 kr.   Allar nánari upplýsingar veitir Einar Gunnarsson PGA golfkennari í síma 894-2502.  

Breyttur sumartími á bókasafninu

OPIÐ til 31. maí 2012:  Bókasafnið er opið milli kl. 15:00 - 18:00 mánudaga - fimmtudaga.   Breyttur sumartími. Undanfarin ár hefur bókasafnið verið opið yfir sumartímann alla fimmtudaga kl. 13-18. Í ár verður fyrirkomulag eftirfarandi: 

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninga

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 30. júní nk. Viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninganna er 9. júní. Tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá í síðasta lagi 8. júní.   Lögheimilisflutning er hægt að tilkynna til bæjarskrifstofunnar sem er opin virka daga kl. 10-14 en einnig er það hægt á vef Þjóðskrár.   Flutningstilkynning á vef Þjóðskrár.  

Ályktun bæjarráðs Grundarfjarðar vegna lokunar útibús Landsbankans í Grundarfirði

Vegna ákvörðunar Landsbanka Íslands hf. um að loka útibúi bankans í Grundarfirði samþykkir bæjarráð samhljóða svohljóðandi ályktun:   „Lokun Landsbankans er alvarlegt áfall fyrir viðskiptavini hans og samfélagið allt. Ákvörðunin er ekki tekin vegna rekstrar útibúsins hér, heldur vegna hagræðingaraðgerða í heildarstarfsemi bankans. Lögmál útrásartímanna lifa enn góðu lífi í bankaheiminum og lítið virðist hafa breyst. Í banka í eigu ríkisins, banka sem þykist hafa markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð, er krafan um arðsemi enn öllu æðri og ekki hikað við að kippa burt einni af grunnstoðum samfélaga. Bæjarráð lýsir mikilli vanþóknun með þessa ákvörðun Landsbanka Íslands.“  

Fundur með fulltrúum Landsbankans

Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs áttu fund í morgun með talsmönnum Landsbanka Íslands hf. vegna ákvörðunar bankans um að loka útibúinu í Grundarfirði.   Á fundinum var talsmönnum bankans gerð grein fyrir alvarleika þessarar ákvörðunar, bæði fyrir bankann og samfélagið.   Bæjarráð Grundarfjarðar mun funda um málið í dag og senda frá sér ályktun.    

Duglegir skólakrakkar

    Krakkar úr 4. bekk grunnskólans tóku sig til ásamt   kennaranum sínu í morgun og löbbuðu um bæinn og týndu rusl. Þau komu svo við í þvottahúsinu hjá Bibbu og fengu þar hressingu.  Duglegir krakkar þarna á ferð.

Bókasafn Grundarfjarðar

Lokað vegna veikinda. Hægt er að svara fyrirspurnum. Hafið samband í netfang bókasafnsins bokasafn @ grundarfjordur.is.  

Bókasafn Grundarfjarðar

 Lokað vegna veikinda í dag, miðvikudag.

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

  Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar      verður haldinn miðvikudaginn 30. maí nk. í    Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju kl.   20.00.     Dagskrá:   Venjuleg aðalfundarstörf     Vonumst til að sjá sem flesta   Sóknarnefndin.