- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laust er til umsóknar nýtt starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Grundarfjarðarbæ.
Helstu verkefni eru rekstur allra íþróttamannvirkja, samskipti við íþróttahreyfinguna, eftirlit með útgjöldum og starfsmannahald.
Hæfniskröfur;
- Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði
- Geta til að vinna sjálfstætt
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg
- Þjónustulund, áhugi og metnaður
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2012.
Umsóknarfrestur er til 6. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði.
Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri í síma 430 8500 eða á netfangi sigurlaug@grundarfjordur.is
Grundarfjarðarbær