Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012 verður lögð fram þann 20. júní 2012. Kjörskráin mun liggja frammi til skoðunar á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á opnunartíma skrifstofunnar.   Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.   Bæjarstjórinn í Grundarfirði  

Nýtt nám í tónlistarskólanum

Frá jólatónleikum 2011Undanfarin ár hefur verið unnið frábært starf í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Lúðrasveitirnar hafa verið efldar með frábærum árangri og þá hefur verið boðið upp á tónlistaráfanga í Fjölbrautaskólanum í samstarfi við tónlistarskólana á Snæfellsnesi.   Bæjarstjórn hefur samþykkt að efla enn frekar tónlistarskólann og bjóða upp á forskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskólans. Fyrir nokkrum árum var boðð upp á forskóla og þá kennt á blokkflautu. Nú verða fleiri hljóðfæri kynnt fyrir nemendum og lögð áhersla á að glæða áhuga nemenda á frekara tónlistarnámi.  

Systkinaafsláttur á leikjanámskeiðum sumarsins

Leikjanámskeið sumarsins eru fyrir börn fædd 2001-2006. Afsláttur er veittur vegna systkina á sama námskeiði þannig að 20% afsláttur er veittur vegna annars barns og frítt fyrir það þriðja.  

Íbúaþing

Íbúaþing er fyrirhugað laugardaginn 6. október nk. Takið daginn frá!  

Lifandi miðbær

Á bæjarstjórnarfundi þann 14. júní sl. var samþykkt samhljóða að ýtt yrði úr vör verkefni undir heitinu „Lifandi miðbær.“ Þar sem ekki er eftirspurn eftir miðbæjarlóðum í Grundarfirði um þessar mundir er lagt til að miðbæjarsvæði verði nýtt til að auka líf í miðbænum og gera hann meira aðlaðandi.   Byrjað verður á að skoða möguleika og vinna hugmyndavinnu. Meðal annars verður tekið til athugunar að koma fyrir hjólabrettarampi, gróðri og öðru sem bætir aðstöðu og auðgar mannlíf, allt árið um kring. Verkefnið verður til umræðu á íbúaþingi þann 6. október nk. og í framhaldi af því tekur bæjarstjórn ákvörðun um ferli og stýringu.   Framkvæmdir verða ekki óafturkræfar þannig að mögulegt verður að nýta þetta svæði fyrir verslun eða þjónustu ef aðstæður breytast.

Aðalfundur Sögumiðstöðvar

Aðalfundur Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Blöðruskalla, sögufélags verða haldnir mánudaginn 18. júní 2012 kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Dagskrá og fundagögn má nálgast með því að smella hér. Stjórnin. 

Komur skemmtiferðaskipa sumarið 2012

Í dag kemur fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Það er Silver Explorer sem kemur kl. 7 og verður hér til kl. 18:30. Alls hafa 18 skip verið bókuð í sumar sem er það mesta frá upphafi.   Hér á síðunni má nálgast lista yfir skipin sem koma í sumar og ýmsar upplýsingar um flest þeirra.   Skemmtiferðaskip sumarið 2012

Hátíðardagskrá 17. júní 2012

Hér má sjá 17. júní hátíðardagskrána.    

Opinn fundur Hafrannsóknarstofnunar um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf

Hafrannsóknastofnunin kynnti 8. júní skýrslu stofnunarinnar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2012/2013. http://www.hafro.is/undir.php?ID=26&REF=4   Í framhaldinu boðar Hafrannsóknastofnunin til opinna funda um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár. Fundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Bæjarstjórnarfundur

150. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 14. júní 2012, kl. 16:30.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er áhugamönnum um bæjarmálefni velkomið að sitja fundina og hlýða á það sem fram fer.