- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Söfnunarfólk frá Neyðarhjálp úr norðri fékk góðar viðtökur þegar gengið var í hús í Grundarfirði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að mjög margir væru búnir að gefa í söfnunina með því að hringja inn framlög þá náðist markmiðið sem við settum okkur og rúmlega það. Myndarleg framlög komu frá félögum og fyrirtækjum auk þess sem einstaklingar gáfu. Góð stemming var í Krákunni þar sem tónlistarkennarar og fleiri fluttu lifandi tónlist og safnaðist þar góð upphæð með sölu á veitingum.
Alls söfnuðust kr. 600.000.