- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sýning og þorrablót er hjá yngsta stiginu í grunnskólanum, 1.-4. bekk, í dag. M.a. er boðið upp á þorramat, sýningu á gömlum munum og fatnaði. Karitas Anna Þórðardóttir, sýndi nemendum hvernig á að vinna með ull, spinna og kemba og nemendur fengu síðan að prófa sjálfir.
Vigdís Gunnarsdóttir og Pálína Gísladóttir komu einnig í heimsókn og sögðu nemendum hvernig þær hefðu leikið sér á barnsaldri. Nemendur buðu foreldrum og öðrum gestum að koma og skoða sýninguna og smakka á þorramatnum og áttu skemmtilega stund saman.
Myndir frá deginum birtast á vefnum seinna í dag.