Landsbankinn í Grundarfirði og UMFG eru með samstarfssamning og það nýttu stelpurnar í 5.,4. og 3. fl í fótbolta sér. Þær lögðu 1000 kr inn á Sportklúbbs reikning sinn í Landsbankanum og fengu í staðinn íþróttatösku merkta UMFG, Landsbankanum nafninu sínu. Þetta eru góðar töskur sem eiga eftir að nýtast þeim vel á keppnisferðalögum.
Á myndinni sjást þær Heiður Björk og Herdís Lína í 5.fl með töskurnar sínar ásamt Ólöfu Hildi útibústjóra hjá Landsbankanum

|
Ólöf Hildur,Herdís Lína og Heiður Björk |