![]() |
Þeir voru hressir kapparnir á Munda SH í gær þegar þeir komu frá því að leggja út gildrur til veiða á þorski til áframeldis. |
Guðmundur Runólfsson hf. fékk á dögunum úthlutað 70 tonnum úr rannsóknasjóði AVS (aukin verðmæti sjávarafla) til tilrauna á áframeldi á þorski á yfirstandandi fiskveiðiári, en að þessu sinni var úthlutað 500 tonnum til 11 fyrirtækja á landinu. Fyrirtækið tekur einnig þátt í tilraunum og þróun á veiði- og eldisbúnaði í samvinnu við aðra aðila.
G. Run. hf. hóf tilraunir í þorskeldi í ársbyrjun 2003, en undirbúningur hófst þó fyrr.
![]() |
Mundi SH að leggjast upp að litlu bryggju |
![]() |
Ingi Þór Guðmundsson |