Á síðasta fundi fræðslu- og menningarmálanefndar, þann 14. febrúar, var hafin vinna við að skoða starfsemi bókasafnsins og stefnir nefndin að því að leggja fram tillögur til bæjarstjórnar um framtíðarstarfsemi safnsins, þjónustu þess og samstarf við aðrar stofnanir bæjarins eða jafnvel samrekstur.
Á verksviði fræðslu- og menningarmálanefndar eru grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli, bókasafn (almennings- og skólabókasöfn) og menningarmál, og hafa frá vori 2002 heyrt undir sameinaða nefnd en voru áður undir a.m.k. fjórum nefndum.
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur nefndin unnið stefnumörkun í málefnum tónlistarskólans (vor 2003) og tekur nú málefni bókasafnanna til skoðunar.
Þjónusta og starfsumhverfi bókasafna hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og snýst ekki eingöngu um að „geyma og lána“ bókakost safnsins, heldur í æ ríkara mæli um þjónustu við fólk í upplýsingaleit og nýtingu upplýsingatækni í því skyni.
Á fyrrgreindum fundi fræðslu- og menningarmálanefndar var rætt um áherslur í upphafi þessarar vinnu, t.d. eftirfarandi:
Vinnunni verður svo haldið áfram í nefndinni og af bæjarstjóra og forstöðukonu bókasafnsins.
Sjá nánar í fundargerð nefndarinnar.
Á vefsíðu Bókasafns Grundarfjarðar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þjónustu safnsins og marga gagnlega tengla fyrir fólk í upplýsingaleit.