- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
58. stjórnarfundur Eyrbyggja 15.mars 2005 kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.
Viðstaddir: Bjarni Júlíusson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Benedikt Ívarsson
1.
Rætt var um útgáfu 6. heftisins í ritröðinni fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Efnisyfirlit var samþykkt eins og það stendur nú. Gert er ráð fyrir að bóki verði um 200 – 230 bls. Meginþemað er þróun skipulags byggðarinnar og áhersla lögð á umfjöllun um hús og framkvæmdir. Fjallað er um elstu húsin, horfin hús, gatnagerð, vatnsveitu og heitavatnsleit svo eitthvað sé nefnt. Að auki verður ýmislegt efni í anda fyrri bóka, viðtal við gamlan Grundfirðing, grein um Melrakkaey, manntalið, myndir af fermingabörnum o.fl.
2.
Stjórnarmenn þurfa að sjá til þess að greinar sem þeir eru ábyrgir fyrir, séu allar komnar í vinnslu um páskana og verði tilbúnar til prófarkarlesturs seinni hluta apríl. Nánar verður farið yfir tímasetningar á næsta stjórnarfundi.
3.
Farið var yfir fjárhagsmál og ákveðið að gjaldkeri stillti upp fjárhagsáætlun vegna útgáfunnar og sendi á stjórnarmenn fyrir næsta fund.
Fundi slitið kl 21.30
næsti fundur, er ráðgerður þriðjudaginn 12. apríl