Stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi

 

Úrslit stærðfræðikeppninnar á Vesturlandi voru gerð kunn í Fjölbrautaskóla Vesturlands síðastliðinn laugardag.  Þrír nemendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar náðu þeim árangri að vera meðal 10 efstu í sínum árgangi.  Hér fylgja nöfn þessara nemenda og sætin sem þau lentu í:

 

8. bekkur   Elín Sigurðardóttir lenti í 3 sæti

9. bekkur   Hafdís Lilja Haraldsdóttir lenti í 10. sæti

10. bekkur  Jóhannes Fannar Einarsson lenti í 5.-6. sæti.

 

Stóra upplestrarkeppnin. 

 

Upplestrarkeppni Grunnskóla Grundarfjarðar sem er liður í Stóru upplestrarkeppninni var haldin í gær í kirkjunni.  3 efstu sætin skipa eftirtaldir:

1. sæti  Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir

2. sæti  Alexandra Geraimova

3. sæti  Silja Rán Arnarsdóttir

 

Þessir nemendur taka síðan þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Stykkishólmi 13. apríl en þar keppa nemendur frá Grunnskólia Snæfellsbæjar, Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskóla Stykkishólms til úrslita.