Gleðilegt sumar !

Á sumardaginn fyrsta var guðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju tileinkuð starfi UMFG. Af því tilefni sungu nemendur í 2.bekk nokkur sumarlög og þær Dagfríður,Sonja og Silja Rán fóru með bænir. Einnig lásu Eygló Jónsdóttir og Dagbjört Lína upp úr biblíunni. Að messu lokinni var farið í skrúðgöngu niður að samkomuhúsi þar sem boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin og farið var í leiki. UMFG óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstafið í vetur. 2.bekkur syngur sumarlög

Héraðsmót HSH í frjálsum.

Frá héraðsmótinu í frjálsum. keppendur UMFG 9-10 ára   Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 17 apríl.  Það voru  53 keppendur frá UMFG og  allir stóðu þeir sig með stakri prýði.  Á mótinu voru vígðir nýir keppnisbúningar sem frjálsíþróttadeildin hefur eignast en KB banki styrkti kaupin.  Þetta eru bláir og rauðir stuttermabolir og vöktum við mikla athygli í þessum nýju bolum.  Úrslit mótsins er hægt að skoða inna www.fri.is og undir liðnum mótaforrit finnið þið HSH .

„Daður og deit“ með Helgu Brögu í FSN

Helga braga fór á kostum eins og henni einni er lagiðHelga Braga var með uppistand á þemadögum Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem haldnir voru 19. og 20. apríl sl. Námskeiðið bar yfirskriftina „daður og deit“ þar sem hún fjallaði á gamansaman hátt um samskipti kynjanna. Námskeiðið var góð blanda af gamni og fræðslu um hvernig eigi að koma fram og bera sig almennt. Nemendur og aðrir skemmtu sér vel og voru ánægðir með hvernig til tókst!

Sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta verður ýmislegt á dagskrá í Grundarfirði. Guðsþjónusta verður í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:00. Að messu lokinni verður skrúðganga frá kirkjunni í samkomuhúsið þar sem farið verður í leiki með börnunum og þeim boðin andlitsmálning. Kl. 12:30 opnar UMFG sumarmarkað og kökubasar í samkomuhúsinu.   Sundlaugin verður opin frá kl. 12:15 - 18:00 og eru íbúar og gestir hvattir til þess að skella sér í sund og fagna komu sumars!   Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Fjölskylduvefurinn

Þann 15. maí sl. opnaði félagsmálaráðherra fjölskylduvefinn fjolskylda.is. Tilgangurinn með vefnum er að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum á internetinu um málefni fjölskyldunnar. Hér hægra megin á síðunni er tengin yfir á fjölskylduvefinn.

Fjáröflun 9. bekkjar

Nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar hafa staðið fyrir fjáröflun vegna fyrirhugaðrar Frakklandsferðar undanfarin misseri. Í gær tóku þau að sér að hreinsa rusl í bænum fyrir Grundarfjarðarbæ og þrifu glugga og innréttingar fyrir KB banka. Anna Lilja og Sara Anna hreinsuðu rusl á lóð bæjarskrifstofu

Uppskeruhátíð eldri borgara

Félag eldri borgara í Eyrarsveit hélt uppskeruhátíð sína  í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þann 12. apríl sl. Á hátíðinni var sýning á munum úr föndri eldri borgara í vetur, söngur og fleiri skemmtiatriði. Að lokum færði Elsa Árnadóttir, leiðbeinandi í leikfimi eldri borgara, þátttakendum í leikfimi í vetur rós í hnappagatið!   Sýning á föndri. Mynd: Sverrir Karlsson

Leikskólafréttir

Í apríl  eru elstu nemendur leikskólans að heimsækja fyrirtæki bæjarins. Fyrsta heimsóknin var í KB bílprýði miðvikudaginn 13. apríl. Þar var verið að skipta um dekk og setja sumardekkin undir og fannst börnunum það mjög merkilegt.   55 börn, 37 stúlkur og 18 drengir, eru skráð í Leikskólann Sólvelli. Skipting á milli árganga er eftirfarandi:   Árgangur Fjöldi nemenda Stúlkur Drengir 1999 12 9 3 2000 18 13 5 2001 9 7 2 2002 9 7 2 2003 7 1 6   55 37 18

Þemadagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, verða þemadagar í FSN. Hefðbundin kennsla fellur niður þessa daga en nemendum verður boðið að sækja hin ýmsu námskeið. Þar má nefna námskeið í afrískum dönsum, fræðslu og kennslu í förðun, netabætinganámskeið, ullarþæfingarnámskeið, stuttmyndasýningar, félagsvist, skák, „daður og deit með Helgu Brögu“ o.fl. Dagarnir enda svo með árshátíð nemendafélagsins (NFSN) sem haldin verður hér í Grundarfirði.

Búið að bora 554 metra

Borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri gengur treglega þessa dagana. Borstrengur brotnaði aftur seinni partinn í dag og eru bormenn að draga hann upp til viðgerðar en þeir vita ekki enn á hve miklu dýpi brotið er. Þegar búið er að hífa borinn upp þarf að fara aftur niður til þess að ná brotinu upp úr holunni.