- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri gengur treglega þessa dagana. Borstrengur brotnaði aftur seinni partinn í dag og eru bormenn að draga hann upp til viðgerðar en þeir vita ekki enn á hve miklu dýpi brotið er. Þegar búið er að hífa borinn upp þarf að fara aftur niður til þess að ná brotinu upp úr holunni.