- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á sumardaginn fyrsta verður ýmislegt á dagskrá í Grundarfirði. Guðsþjónusta verður í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:00. Að messu lokinni verður skrúðganga frá kirkjunni í samkomuhúsið þar sem farið verður í leiki með börnunum og þeim boðin andlitsmálning. Kl. 12:30 opnar UMFG sumarmarkað og kökubasar í samkomuhúsinu.
Sundlaugin verður opin frá kl. 12:15 - 18:00 og eru íbúar og gestir hvattir til þess að skella sér í sund og fagna komu sumars!
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!