- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á sumardaginn fyrsta var guðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju tileinkuð starfi UMFG. Af því tilefni sungu nemendur í 2.bekk nokkur sumarlög og þær Dagfríður,Sonja og Silja Rán fóru með bænir. Einnig lásu Eygló Jónsdóttir og Dagbjört Lína upp úr biblíunni. Að messu lokinni var farið í skrúðgöngu niður að samkomuhúsi þar sem boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin og farið var í leiki. UMFG óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstafið í vetur.
2.bekkur syngur sumarlög |
Skrúðgangan leggur af stað. |
Andlitsmálun |
Leikið með "fallhlífina" |
" Fallhlífin "komin á loft. |