Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautarskóla Snæfellinga og hefur Pétur Ingi Guðmundsson verið ráðinn í stöðuna. Hann hefur störf í marsmánuði og mun aðstoða skólameistara við undirbúning skólastarfsins.
Sambýliskona Péturs Inga er Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Vegna vinnu við nýtt aðalskipulag dreifbýlisins mun fara fram fornleifaskráning í Eyrarsveit.
Það er fornleifafræðingurinn Jóna Kristín Ámundadóttir sem annast þessa vinnu og mun hún næstu tvo mánuði fara um svæðið og leita skipulega að menningarminjum. Hún mun einnig ræða við landeigendur/ábúendur eftir því sem við á.
Ef landeigendur/ábúendur hafa upplýsingar um fornleifar, má gjarnan hafa samband við Jónu Kristínu Ámundadóttur á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síma 430-8500 eða með tölvupósti á jonaka@grundafjordur.is. Allar upplýsingar um minjar á svæðinu eru vel þegnar.
Jökull
50. stjórnarfundur Eyrbyggja 24. feb. 2004 kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.
Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Katrín Gísladóttir
Í síðustu viku afhentu hjónin Kristinn Nils Þórhallsson og Jórunn Jóna Óskarsdóttir Bæringsstofu ljósmyndir úr ljósmyndasafni Soffíu Jóhannsdóttur sem lengi starfaði við barnakennslu í Grundarfirði.
Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar. Stækkunin, við húsið norðanvert, kemur til með að hýsa snyrtingar/salerni. Vegna breyttrar notkunar hússins, sem áður var verslunarhús, þarf einnig að ráðast í ýmsar aðrar breytingar á því. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun er taki mið af því að ná fram sem mestri hagkvæmni og að starfsemin rúmist sem best í húsinu, auk þess sem lögð er áhersla á glæsilegt útlit og góða aðkomu að húsinu. Orri Árnason arkitekt sem á og rekur arkitektastofuna Zeppelin í Garðabæ hefur séð um alla arkitektavinnu.
Framhlið sögumiðstöðvar
Með vísan í 1. málsgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á gildandi deiliskipulagi framhaldsskólalóðar við Grundargötu í Grundarfirði.
Svæðið sem tillagan tekur til;
Tillagan tekur til svæðis sem liggur frá Grundargötu milli lóða nr. 42 og 50 að Sæbóli milli lóða nr. 11 og 25. Skipulagssvæðið er í landi Grundarfjarðarbæjar.
Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015.
Breytingin felst í eftirfarandi;
Gert er ráð fyrir stækkun miðsvæðis sem náði yfir 6.265 m² svæði milli lóða nr. 42 og 50 við Grundargötu. Þar var gert ráð fyrir 5.890 m² lóð fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi.
Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar. Breytingar sem gera þarf á húsinu vegna breyttrar notkunar er töluverðar og miklum tíma hefur verið varið í hönnun er taki mið af því að ná fram mestu mögulegu hagkvæmni jafnframt glæsilegu útliti. Orri Árnason arkitekt á arkitektastofunni Zeppelín hefur séð um alla arkitektavinnu.
Framhlið sögumiðstöðvar
Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar. Stækkunin, við húsið norðanvert, kemur til með að hýsa snyrtingar/salerni. Vegna breyttrar notkunar hússins, sem áður var verslunarhús, þarf einnig að ráðast í ýmsar aðrar breytingar á því. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun er taki mið af því að ná fram sem mestri hagkvæmni og að starfsemin rúmist sem best í húsinu, auk þess sem lögð er áhersla á glæsilegt útlit og góða aðkomu að húsinu. Orri Árnason arkitekt sem á og rekur arkitektastofuna Zeppelin í Garðabæ hefur séð um alla arkitektavinnu.
Framhlið sögumiðstöðvar
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, afhentu í dag samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, framtíðarstefnu sína fyrir Snæfellsnes. Er hún liður í undirbúningi að vottun GREEN GLOBE 21 á Snæfellsnesi sem SJÁLFBÆRU SAMFÉLAGI með megináherslu á ferðaþjónustu.