Dixielandband Grundarfjarðar heldur tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 20.00. Á efnisskrá eru ýmis þekkt dixielandlög og danstónlist.
Í sveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, sem hafa æft og haldið tónleika reglulega í 6 ár. Stjórnandi sveitarinnar er Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistarskólastjóri. Dixielandbandið hefur haldið tónleika víða á Snæfellsnesi, en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Reykjavík.