Dixielandband Grundarfjarðar með tónleika í Reykjavík 10. mars.

Dixielandband Grundarfjarðar heldur tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 20.00. Á efnisskrá eru ýmis þekkt dixielandlög og danstónlist.   Í sveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, sem hafa æft og haldið tónleika reglulega í 6 ár. Stjórnandi sveitarinnar er Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistarskólastjóri. Dixielandbandið hefur haldið tónleika víða á Snæfellsnesi, en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Reykjavík. 

Lokadagur borunar rannsóknarholu

 Stefnt er á að ljúka borun rannsóknarholunnar við Berserkseyri í dag. Í gærkvöldi var holan orðin 303 metra djúp og hitinn mældist 70°C.   EB

Annar dagur borunar rannsóknarholu

Í morgun var dýpt rannsóknarholunnar komin í 228 metra og hitastig mældist tæpar 52°C.   EB 

Niðurröðun leikja

Á vefnum www.ksi.is má niðurröðun leikja hjá 4. flokki karla. 

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag Grundarfjarðar heldur aðalfund sinn næstkomandi miðvikudag.

Borun rannsóknarholu við Berserkseyri

Í gær þriðjudag hófst vinna við áframhaldandi borun rannsóknarholu við Berserkseyri. Farið var úr 75 metrum í 138 metra, en fyrirhugað er að bora niður í 400 metra.   Borverktaki er Jarðboranir hf.   EB

Héraðsmótið í frjálsum

Héraðsmótið í frjálsum var haldið í Stykkishólmi um síðustu helgi. Krakkarnir frá okkur stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar.   Á héraðsmótinu er keppt um farandbikar 

Snæfell deildarmeistarar í körfubolta

  Snæfell í Stykkishólmi urðu deildarmeistarar í körfubolta karla í gærkvöldi þegar þeir unnu Hauka úr Hafnarfirði.  Grundarfjarðarbær óskar Hólmurum innilega til hamingju með árangurinn.   EB

Hverfisvæn leið gegnum Grundarfjörð

Þann 27. október sl. var haldinn almennur kynningarfundur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar um verkefnið “hverfisvæn leið gegnum Grundarfjörð”. Þar voru tillögur verkefnisins til sýnis, en aðilar frá Vegagerðinni og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, gerðu þar grein fyrir tillögunum og svöruðu fyrirspurnum.  

Staðlaður húsaleigusamningur þýddur á pólsku

Frétt úr Bæjarins besta: Grundarfjarðarbær, Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og Fjölmenningarsetur hafa átt í samstarfi um þýðingu á stöðluðum húsaleigusamningi á pólsku. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi.