- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í síðustu viku afhentu hjónin Kristinn Nils Þórhallsson og Jórunn Jóna Óskarsdóttir Bæringsstofu ljósmyndir úr ljósmyndasafni Soffíu Jóhannsdóttur sem lengi starfaði við barnakennslu í Grundarfirði.
Soffía kom til Grundarfjarðar sem kennari um 1950 og starfaði við barnaskólann á annan áratug. Soffía var einnig virk í félagsmálum og mikil áhugamanneskja um málefni kirkjunnar. Soffía ferðaðist mikið og tók töluvert af ljósmyndum á ferðum sínum. Þær myndir sem ættingjar Soffíu afhentu Bæringsstofu eru frá veru hennar í Grundarfirði og eru helst af börnum, margar frá 1951 einnig frá ýmsum ferðalögum og mikið af fólki sem vann við byggingu kirkjunnar.