- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautarskóla Snæfellinga og hefur Pétur Ingi Guðmundsson verið ráðinn í stöðuna. Hann hefur störf í marsmánuði og mun aðstoða skólameistara við undirbúning skólastarfsins.
Sambýliskona Péturs Inga er Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Hafnar eru byggingaframkvæmdir við Fjölbrautarskóla Snæfellinga, er það Loftorka í Borgarnesi sem sér um framkvæmdina. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum í gegnum vefmyndavél fyrirtækisins TSC ehf. í Grundarfirði, en myndavélin er staðsett á húsnæði fyrirtækisins að Grundargötu 50. Heimasíða TSC ehf. er www.tsc.is og þegar komið er inn á heimasíðuna er farið í dálk hægramegin á síðunni sem auðkenndur er "Myndavél", þegar komið er inn á þá síðu þá er farið neðst í hana (fyrir miðju), þar til komið er að "Fjölbrautarskóli í byggingu" þá er smellt á þann hnapp, upp kemur síða þar sem beðið er um "username" þar er sligið inn "tsc" og svo á enter takkann (ekki þarf að slá inn lykilorð), þá kemur upp lifandi mynd af byggingarframkvæmdum.
Frétt byggð á heimasíðu Fjölbrautarskólans og heimasíðu Snæfellsbæjar