50. stjórnarfundur Eyrbyggja 24. feb. 2004 kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.
Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Katrín Gísladóttir
1. Fundargerðir
Fram hefur komið óánægja með að fundargerðir eru hættar að berast til félagsmanna. Þetta er vegna tæknilegra öruðugleika en stendur til bóta.
2. Ljósmyndir
Prentuð hafa verið 2000 eintök af víðmyndum sem sýna Stöðina (Brimlárhöfða). Lionsklúbbur Grundarfjarðar mun dreifa myndunum í hús í Grundarfirðði og einnig munu þær fylgja næsta bók félagsins.
3. Fjármögnun
Ræddar voru leiðir til að fjármagna starfsemi félagsins.
4. Efnisyfirlit næsta bókar
Efnisyfirlit næstu bókar liggur fyrir. Ljóst er að mikið efni er tilbúið í næstu bók, en eftir er að klára nokkrar greinar og er mikilvægt að fylgja því eftir að þær verði kláraðar.
5. Grundfirðingakvöld
Ákveðið var að halda mynda og sögukvöld, 25. mars næstkomandi kl. 20.00, á Amokka kaffihúsi í Borgartúni 21a í Reykjavík. Þar verður ljósmynum frá Grundarfirði varpað upp á tjald og gestum gefst tækifæri til að segja og hlusta á sögur. Eigendur Amokka kaffihúss eru hjónin Sigríður Erla Jónsdóttir og Emil Emilsson, gamall Grundfirðingur. Bjarni Júlíusson ætlar að hafa samband Inga Hans vegna ljósmynda.
6. Kynning á félaginu
Fram kom á fundinum að margir brottfluttir Grundfirðingar vita ekki af félaginu. Full ástæða er að ná til þeirra og kynna þeim starfsemi félagsins.
Boðað verður til næsta fundar síðar.