Bæjarstjórnarfundur

  Reglulegur bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2004 kl. 17:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar.   Á dagskrá verður staðfesting fundargerða nefnda og ráða; staðfesting ábyrgðar á lántöku Jeratúns ehf. vegna byggingar húsnæðis fyrir Fjölbrautarskóla Snæfellinga, staðfesting samninga vegna Fjölbrautarskóla Snæfellinga, umræður um aðalskipulag dreifbýlis, umræður um reglur um lóðaúthlutanir.   Bæjarstjóri

Tilkynning um heimild til niðurfellingar fasteignaskatta

Niðurfelling fasteignaskatts í Grundarfjarðarbæ er tekjutengd. Heimilt er að fella niður fasteignaskatt af íbúðum elli- og örorkulífeyris­þega, séu þeir innan eftirfarandi tekjumarka:  

Auglýsing um niðurfellingu fasteignaskatts

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt tekjumörk til viðmiðunar við niðurfellingu fasteignaskatts af íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega.   Miðað er við tekjur ársins 2002, þ.e. álagning 2003, nema miklar breytingar hafi orðið á tekjum fólks á árinu 2003.   Allar upplýsingar um niðurfellingu fasteignarskatts liggja frammi á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eða eru veittar í síma 430-8500. Sækja þarf um niðurfellingu á sérstökum eyðublöðum sem einnig fást á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Skila þarf endurriti af skattframtali 2003 með umsókn. Þeir sem hyggjast sækja um eru hvattir til að gera það sem fyrst og í síðasta lagi 15. janúar n.k.   Skrifstofustjóri