Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum verður haldið í Stykkishólmi á sunnudaginn 22. febrúar. Mótið efst kl 10. Foreldrar þeirra barna sem ætla að vera með þurfa að vera búin að skrá börnin fyrir kl 17:00 fimmtudaginn 19. febrúar hjá Kristínu Höllu í síma 899-3043.   Fjölmennum nú á mótið og komum heim með bikarinn !  

Sex í sveit á vetrarhátíð í Reykjavík

Sönghópurinn Sex í sveit frá Grundarfirði verður með söngskemmtun á vetrarhátíð Reykvíkinga sem haldin er nú í þriðja sinn dagana 19. – 22. febrúar.   Sönghópurinn ásamt undirleikara og stjórnanda Friðriki Vigni Stefánssyni mun koma fram á sérstakri árbæjarhátíð vetrarhátíðarinnar sunnudaginn 22. febrúar nk. kl 13.30 og verður hún haldin í hinu nýja húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.

Úrslitakeppni íslandsmótsins í 4.flokki karla

4. flokkur karla spilar um helgina til úrslita á íslandsmótinu innanhúss.   Keppnin fer fram á Akranesi á sunnudaginn kl 10:00

Framkvæmdir við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

  Samkvæmt upplýsingum frá Loftorku er nú verið að steypa einingar fyrir grunn nýja Fjölbrautaskólans. Þann 25. feb. verður byrjað að reisa einingarnar í grunninn á byggingarstað.   Hönnuðir eru að leggja lokahönd á teikningar og er gert ráð fyrir að hönnun arkitekta og verkfræðinga verði lokið 17. febrúar.   Fréttatilkynning frá Jeratúni ehf. 11. feb. 2004

Breyting á auglýsingu um umferð í Grundarfirði

Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þann 6. febrúar sl. hefur tekið gildi breyting á Auglýsingu um umferð í Grundarfirði sem hér segir:   Biðskylda verður á Hrannarstíg gagnvart Nesvegi.    Bæjarstjóri    

Bæjarstjórnarfundur

  Reglulegur bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2004 kl. 17:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar.   Á dagskrá verður staðfesting fundargerða nefnda og ráða; kynning á hagvaxtaráætlun fyrir Grundarfjörð, umræður um aðalskipulag dreifbýlis, yfirlit yfir stöðu bæjarsjóðs og stofnana, þriggja ára áætlun fyrri umræða, lögreglusamþykkt fyrri umræða, erindi frá Green globe, erindi frá unglingum í 8. – 10. bekk og  erindi frá Breiðafjarðarnefnd.   Bæjarstjóri

Eva Kristín setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Meistaramót íslands í frjálsum var haldið um helgina. Fyrir okkar hönd kepptu þau Eva Kristín og Hákon Ingi. Eva Kristín varð íslandsmeistari í kúluvarpu með glæsilegu íslandsmeti í sínum aldurshóp,hún kastaði kúlunni 13,33 sem er 22ja cm bæting á metinu. Eva Kristín er ein af  efnilegusti kösturum landsins í dag og er í úrvalshópi FRÍ.  Hákoni Inga gekk ekki eins en öðlaðist þarna dýrmæta reynslu.

Frétt af undirbúningi Fjölbrautaskóla Snæfellinga

  Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur til starfa í ágúst á þessu ári og undirbúningur hefur staðið yfir frá því í apríl síðastliðnum. Samið hefur verið við verktaka og er bygging skólans komin á fullt skrið. Undirbúningur annarra þátta skólastarfsins heldur einnig áfram af miklum krafti:

Breytt tilhögun minka- og refaveiða

  Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt nýja tilhögun greiðslu kostnaðar við minka- og refaveiða í Eyrarsveit.   Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið ráðið veiðimenn til minkaveiða og greitt verðlaun fyrir minka- og refaskott til veiðikortshafa. Nú er svo komið að þessi kostnaður hefur sjaldnast haldist innan fjárhagsáætlunar. Ennfremur hefur Umhverfisstofnun tilkynnt sveitarfélögum skerðingu á kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs. Sem viðbrögð við þessum breyttu forsendum hefur bæjarráð samþykkt að hætta að veita verðlaun og greiða einvörðungu til ráðinna veiðimanna þannig að forsendur fjárhagsáætlunar standist.   EB

Nýtt símkerfi á bæjarskrifstofu

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun á bæjarskrifstofunni. Símanúmerið verður óbreytt, 430 8500, en faxnúmerið breytist og er 430 8501.   Bæjarbúar og aðrir sem þurfa að hringja í okkur á bæjarskrifstofunni eru beðnir að sýna okkur þolinmæði næstu daga á meðan við tileinkum okkur þetta nýja símkerfi.