Staðardagskrá 21

Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni til 30. apríl nk. Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast fyrir þann tíma. Einnig má finna framkvæmdaáætlunina á heimasíðunni undir liðnum Stjórnsýsla-Staðardagskrá 21.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í mars 2004 1.946.096 kg en í mars 2003 var aflinn 1.725.094 kg. 

Smyrill í heimsókn í Leikskólann Sólvelli

Skipverjar á Þorvarði fundu smyril á  Eldeyjarbanka um helgina. Hjörtur og Kristófer komu með hann í heimsókn í leikskólann.  

Eyþór Björnsson kveður

Eyþór Björnsson hætti störfum á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar 1. apríl sl. Hann hóf störf sem skrifstofustjóri árið 1998 og gegndi störfum sveitarstjóra/bæjarstjóra frá sept. 2001 til  sept. 2002 og svo aftur frá júní 2003. Eyþóri eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og ánægjulegt samstarf. Honum er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.  

Umfjöllun um hönnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í erlendu fagtímariti

Í nýjasta hefti tímarits OECD, Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar í Paris, um skólamannvirki er að finna ítarlega grein um undirbúning hönnunar fjölbrautaskólans.  Höfundur greinarinnar, Susan Stuebing Ráðgjafi í þróun lærdómsumhverfisstýrði síðastliðið sumar vinnuhópum verðandi nemenda og sérfræðinga á sviði menntamála, foreldra og fleiri, sem lagði síðan línurnar fyrir arkitekta hússins, Sigurð Björgúlfsson og Indro Candi frá VA arkitektum.   

Tilkynning frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

  Verulegur vatnsskortur er hjá vatnsveitunni. Búið er að loka fyrir vatn í sumum íbúðahverfum og verður að líkindum lokað fram á kvöld. Verið er að vinna að viðgerðum á vatnslögn og fólk er vinsamlegast beðið um að spara vatnsnotkun.   EB

Ljósmyndavefur Bæringsstofu

Ljósmyndavefur Bæringsstofu hefur nú verið opnaður!   http://www.storytelling.is/myndir.html  

Vel heppnuð ráðstefna í Kaikoura

Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt vinna sveitarstjórnirnar á Snæfellsnesi nú að því að fá vottun frá Green Globe 21 fyrir Snæfellsnes sem sjálfbært samfélag með aðaláherslu á umhverfisvæna ferðaþjónustu. Stjórn undirbúnings að þessu verkefni er í höndum Leiðarljós ehf. og Umís ehf., en fyrirtækin hafa notið aðstoðar stýrihóps frá sveitarfélögunum.  

Eyrbyggja-sögumiðstöð

Ljósmyndavefur Bæringsstofu verður virkur þann 24. mars nk. Inn á vefinn hafa verið settar um 800 myndir frá ýmsum tímum úr safni Bærings Cecilssonar. Þennan dag hefði Bæring heitinn orðið 81 árs og er nú ár liðið frá því að ættingjar hans afhentu Grundarfjarðarbæ safn hans. Hér á bæjargátt Grundarfjarðar hefur verið komið fyrir merki Bæringsstofu og komast notendur inn á myndver Bæringsstofu með því að velja merkið.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir lausar stöður

 Í gær birtist í Vikublaðinu Þey auglýsing frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga um lausar stöður. Auglýstar eru 4,5 stöður framhaldsskólakennara, til að sinna íslenskukennslu, stærðfræði, ensku, dönsku og lífsleikni. Námsráðgjafi í 30% starf, bókasafns- og upplýsingafræðingur í 50% stöðu, kerfisstjóri í 50% stöðu og fjármálastjóri í heila stöðu.