Vatnslaust

 Vatnslaust verður á Smiðjustíg og ofanverðan Hrannarstíg fram eftir degi.   JH    

Nýtt bókasafnskerfi

Bókasafn Grundarfjarðar er meðal þeirra mörgu safna sem munu geyma bókaupplýsingar sínar í Gegni, hinu nýja landskerfi bókasafna. Bókasafnskerfið mun ná til um 90% landsmanna. Með því verður hægt að skoða útlán sín á vefnum og panta bækur.  

Flaggað í hálfa stöng

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar byggingar í dag í ljósi hörmunganna sem hryðjuverkin í Madrid hafa valdið. Þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands ákveðið að aflýsa árlegri veislu, sem átti að vera á Bessastöðum í kvöld til heiðurs ríkisstjórn, erlendum sendiherrum og æðstu embættismönnum íslenska ríkisins.   Frétt á www.mbl.is    

Sameiningarnefnd heimsækir sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi

Þriðjudaginn 9. mars síðastliðinn hélt sameiningarnefndin á fund sveitarstjórnarmanna á Snæfellsnesi til að ræða framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu. Á Snæfellsnesi eru sex sveitarfélög; Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær með rúmlega fjögur þúsund íbúa alls.  

Stóra upplestrarkeppnin - sigurvegarar

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Grundarfjarðarkirkju í gærkvöldi.  Allir lesarar frá skólunum fjórum sem getið er hér fyrir neðan stóðu sig mjög vel og dómarar voru ekki öfundsverðir af því að skipa í þrjú efstu sætin. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Lilja Margrét Riedel Stykkishólmi2. sæti Guðmundur Haraldsson  Grundarfirði 3. sæti Elín Sigurðardóttir  Grundarfirði

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Stærðfræðikeppni 8.-10. b grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands 18. febrúar.  19 nemendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í keppninni. 

Næstu skref í hitaveitumálum

  Eins og fram hefur komið á Grundarfjarðarvefnum varð mjög góður árangur af borun rannsóknarholu við Berserkseyri þar sem borað var í gegnum tvær sprungur sem ekki voru þekktar. Boruð var 403 metra hola með 30° halla eða niður í um 300 metra á láréttu plani. Nokkuð salt er í vatninu og kolsýruinnihald telst vera nær því að vera helmingur á við ölkelduvatn, nokkuð meira en út í Laugaskeri.  

Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk

Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var haldin síðastliðinn miðvikudag (3. mars) í kirkjunni.  Nemendur stóðu sig allir með prýði en þeir þrír efstu taka þátt í Upplestrarkeppni grunnskólanna á norðanverðu Snæfellsnesi.    

Hitaveita í sjónmáli

Undanfarið hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaleit við Berserkseyri milli Hraunsfjarðar og Kolgrafafjarðar fyrir Grundfirðinga. Tilgangurinn var að kanna hvort þar mætti fá nægjanlega heitt vatn til húshitunar í Grundarfirði. Lengi hefur verið vitað um hita þarna en það verður fyrst með tilkomu brúar yfir Kolgrafafjörð að hagkvæmt verður að leggja hitaveitu frá Berserkseyri til Grundarfjarðar.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í febrúar 2004 1.827.826 kg en í febrúar 2003 var aflinn 1.270.184 kg