- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vegna vinnu við nýtt aðalskipulag dreifbýlisins mun fara fram fornleifaskráning í Eyrarsveit.
Það er fornleifafræðingurinn Jóna Kristín Ámundadóttir sem annast þessa vinnu og mun hún næstu tvo mánuði fara um svæðið og leita skipulega að menningarminjum. Hún mun einnig ræða við landeigendur/ábúendur eftir því sem við á.
Ef landeigendur/ábúendur hafa upplýsingar um fornleifar, má gjarnan hafa samband við Jónu Kristínu Ámundadóttur á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síma 430-8500 eða með tölvupósti á jonaka@grundafjordur.is. Allar upplýsingar um minjar á svæðinu eru vel þegnar.
Jökull