Þingsályktunartillaga um lækkun húshitunarkostnaðar

Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um lækkun húshitunarkostnaðar. Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 10. febrúar: „Bæjarstjórn Grundarfjarðar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um lækkun húshitunarkostnaðar og áréttar að um gífurlegt hagsmunamál er ræða fyrir íbúa á svokölluðum „köldum svæðum““.   Tillaga til þingsályktunar um lækkun húshitunarkostnaðar.

Óvissu um sjávarútveg verði eytt

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar þann 10. febrúar var samþykkt ályktun um mikilvægi þess að óvissu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verði eytt. Ályktunin er eftirfarandi:   „Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að óvissu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins verði eytt og varanleg sátt náist á grundvelli tillagna sáttanefndar um sjávarútveg, þannig að sjávarútvegurinn geti búið við stöðug starfsskilyrði. Bæjarstjórn Grundarfjarðar gerir einnig kröfu um að komi til aukinnar gjaldtöku á sjávarútveginn renni hluti hennar til sveitarfélaga.“

112 dagurinn

Þann 11. febrúar verður 112 dagurinn haldinn með látum hér í Grundarfirði. Stefnt verður á að leggja af stað með bílalest kl 17:30 frá slökkvistöðinni og fara hring um bæinn og enda í húsi björgunarsveitarinnar Klakks um kl 17:50. Þar verður opið hús og hægt að fá blóðþrýstings og blóðsykursmælingu. Einnig verður hægt að fá að skoða tæki og tól viðbragðsaðila hér í Grundarfirði.  

Hvað er í Grundarfirði?

Undanfarna mánuði hefur Félag atvinnulífsins í Grundarfirði verið að vinna að því að endurskipuleggja starfssemi sína, og er þar horft til þeirra grunngilda sem upphaflega var haldið af stað með. Sem lið í þessari vinnu var ákveðið að halda atvinnuvegasýningu í Grundarfirði þar sem fyrirtækjum á svæðinu gæfist kostur á að kynna starfsemi sína fyrir heimamönnum og nærsveitungum.  

Breytt bæjarhátíð í Grundarfirði

Árið 1997 var haldin hátíð í Grundarfirði í tilefni af því að 100 ár voru liðin síðan verslunin flutti frá Grundarkampi í Grafarnes, þar sem þéttbýli Grundarfjarðar stendur nú. Sérstök nefnd undir forystu Inga Hans Jónssonar annaðist allan undirbúning hennar. Hátíðin þótti takast með eindæmum vel og í framhaldi af þeirri hátíð ákvað FAG að beita sér fyrir bæjarhátíð sem haldin yrði árlega síðustu helgina í júlí.

Viðtalstími skipulags- og byggingarfulltrúa

Frá 1. febrúar var embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lagt niður hjá Grundarfjarðarbæ.Jafnframt var samið við Snæfellsbæ um að Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur í Snæfellsbæ gegni stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa i Grundarfirði.    Smári er með viðveru á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar alla miðvikudaga, kl. 10-12. Utan þess tíma er hægt að leggja inn skilaboð til Smára á bæjarskrifstofunni eða senda honum tölvupóst í netfangið smari@grundarfjordur.is.  

Fimleikanámskeið.

UMFG er að fara af stað með fimleikanámskeið í febrúar fyrir krakka á aldrinum 6 - 12 ára. Hér má sjá auglýsingu. 

Bókasafnið og efnisskrár

Á vefsíðu Bókasafns Grundarfjarðar eru nokkrar efnisskrár sem vert er að vekja athygli á. Meðal þeirra er: Nýuppfærður listi í Efnisskrá Eyrarsveitar. Sjá Bókasafn > Safnkostur.  Safn vefsíðna með aðgangi að textum og bókmenntum og hljóðbókum. Í bókaskránni Gegni.is má finna hvað er til á Bókasafni Grundarfjarðar og hér er listi yfir það efni sem er ekki til skráð í Gegni, sérstaklega erlendar bókmenntir.

Lífshlaupið

Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hófst 2. febrúar síðastliðinn og stendur til og með 22. febrúar. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja alla landsmenn til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Hægt er að taka þátt í vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunnskólana og einstaklingskeppni.  

Leikskólinn

Bóndagurinn  var 21. janúar síðastliðinn og var opið hús í leikskólanum. Hér má sjá nokkrar myndir frá því.