Af mbl.is 13/4/2011
Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari í Grundarfirði, betur þekktur sem „Baldur bongó“, ætlar ekki að láta sér nægja að mæta einn á þriðja úrslitaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vodafone-höllina í kvöld.
Með honum verða nærri 30 nemendur hans í tónlistarskólanum í Grundarfirði á aldrinum 12 til 16 ára. Þeir ætla að halda uppi fjöri fyrir leikinn og á meðan á honum stendur en Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með sigri.