Sumarið 2011 verður opnunartími sundlaugarinnar með öðru sniði en verið hefur. Fyrstu vikurnar verður sundlaugin eingöngu opin fyrir skólasund. Opnað verður fyrir almenning 21. maí og opið verður til 21. ágúst þegar skólasund hefst að nýju.

 

Á síðasta ári var opnunartími sundlaugarinnar breytilegur yfir sumarið. Hluta sumarsins var lokað yfir miðjan daginn og þá var lokað suma sunnudaga. Nú er gengið út frá því að opnunartími verið samfelldur frá morgni til kvölds virka daga og opið verði allar helgar.

Vegna breytinga á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum verður börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur að sundlauginni nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Viðkomandi má ekki hafa fleiri en tvö börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna.