Sólardagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Af vef FSN   Á fimmtudag og föstudag 17. og 18. febrúar í síðustu viku, fengu nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga tækifæri til að líta upp úr námsbókunum og blanda geði á árlegum Sólardögum FSN. Allskonar námskeið og uppákomur voru í boði.  

Þemadagar í grunnskólanum

Nú eru þemadagar í fullum gangi í grunnskólanum. Yfirheiti þeirra á mið- og unglingastigi er að þessu sinni „Listasmiðja“ og eru nemendum í 4.-10. bekk skipt saman í hópa og vinna þeir við ýmis konar listamíði í mikilli samvinnu og sköpunargleði. Á yngsta stigi eru nemendur að vinna með vatnið og hringrás þess og heldur betur hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í þeirra verkefnum, bæði úti sem og inni. Afraksturinn verður hægt að sjá í húsnæði Ragnars og Ásgeirs á fimmtudaginn.   Hér eru nokkar myndir frá vinnu nemenda  

Gleym mér ei gefur borvélar

  Nú í vikunni fékk Grunnskóli Grundarfjarðar rausnarlega gjöf frá Kvenfélaginu Gleym mér ei, en þetta eru 4 borvélar ætlaðar í smíðakennsluna. Glæsileg gjöf sem á eftir að nýtast vel í skólastarfinu.

Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hestamannafélagið Snæfelling Stefnir á að vera með fræðslukvöld ef næg þátttaka næst.  

Myndarlegar skepnur

  Fjölmargir hæfileikaríkir áhugaljósmyndarar hafa notað tækifærið og tekið myndir af hvölunum sem hafa dvalið í Grundarfirði upp á síðkastið.Tómas Freyr Kristjánsson sendi okkur þessa glæsilegu mynd. Hér má sjá fleiri myndir Tómasar.

Fundur með atvinnurekendum í Grundarfirði

Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 16:00 verður fundur í Sögumiðstöðinni með Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Félagi atvinnulífsins í Grundarfirði.   Fundurinn er ætlaður atvinnurekendum í Grundarfirði og tilgangur hans er að:   ·       ræða stöðu og möguleika atvinnulífs á svæðinu. ·       kynna Vaxtarsamning Vesturlands. ·       kynna niðurstöður íbúakönnunar SSV.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave

Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í Grundarfirði í fjórða sinn þann 4. til 6. mars næstkomandi. Í ár er von á meiri aðsókn en nokkru sinni fyrr ef marka má það litla gistirými sem eftir er fyrir hátíðarhelgina.

Hvað var gert með hugmyndir íbúa?

Á íbúafundi í nóvember gátu þátttakendur komið því á framfæri við bæjarstjórn, hvar þeir telja að slá megi af kröfum í starfsemi bæjarins.  Þessar ábendingar voru teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar og hafa sumar komið til framkvæmda og aðrar ekki.   

Stórkostlegt sjónarspil

Myndina tók Helga Ingibjörg Reynisdóttir   Nú hafa fjölmargir háhyrningar dvalið í Grundarfirði um nokkurt skeið í góðu yfirlæti. Eitthvað virðist það vera að fréttast því þeim hefur fjölgað töluvert undanfarna daga. Auk háhyrninganna er nú einnig hægt að sjá höfrunga, hrefnur og hnýsur bregða á leik. Dýrin eru talin í hundruðum og er þá aðeins átt við Grundarfjörð, en fjöldi dýra er einnig í Kolgrafafirði.

Fundaröð Öryrkjabandalags Íslands

Fatlað fólk á tímamótum. Eru mannréttindi virt? Fundur í Grundarfirði þriðjudaginn 22. febrúar 2011 kl. 13 – 15.30.   Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Næsti fundur verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 13 – 14.30