Grundfirskir íslandsmeistarar

  Blaklið kvenna Grundarfirði urðu Íslandsmeistarar í þriðju deild á laugardaginn.   Við óskum þeim kærlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.   Nánari upplýsingar má finna á nýrri vefsíðu UMFG.

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar 2011

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar í grunnskólum Snæfellsness 2011 fer fram í Stykkishólmskirkju miðvikudagskvöldið 6. apríl og hefst kl. 19.00.   ·        Fulltrúar 7. bekkinga skólanna etja kappi um áheyrilegastan          upplestur samræmds svo og sjálfvalins efnis, í bundnu máli          sem óbundnu ·        Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Stykkishólms ·        Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og bakkelsi heimamanna ·        Sparisjóðirnir veita viðurkenningar   Markmið keppninnar er nú sem fyrr að efla færni og áhuga nemenda fyrir áheyrilegum upplestri og framsögn.    Allir velkomnir!  Grunnskólarnir á Snæfellsnesi – Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga  

Ný símanúmer

Ný símanúmer hafa verið tekin í notkun í áhaldahúsi, slökkviliði og á bóksafni.   Áhaldahús - 438 6423 Slökkvilið - 438 6424 Bókasafn - 438 6425

Þjóðgarðurinn - tækifæri og framtíðarsýn

Næstkomandi miðvikudag 30.mars 2011 verður haldinn opinn vinnufundur í Klifi, Snæfellsbæ frá kl 17:30-21:00.   Á fundinum verður fjallað um tækifærin sem felast í því að hafa aðgang að þjóðgarði á svæðinu, og munu ráðgjafar frá Alta stýra fundinum.   Kynnt verða ýmis dæmi frá erlendum þjóðgörðum, þar sem vel hefur tekist til með uppbyggingu og eflingu byggðar í nágrenninu og rætt um hver er sérstaða þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin  á Akranesi fyrir stuttu. 10 efstu nemendum úr árgangi sem tóku þátt í keppninni er boðið á verðlaunaafhendingu laugardaginn 2. apríl í Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt foreldrum. 6 nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar voru meðal 10 efstu og er það frábær árangur. Fjöldi keppenda tók þátt í keppninni á Vesturlandi allt frá Kjalarnesi að Hólmavík. 

Aðalfundur FAG

Aðalfundur Félags atvinnulífsins í Grundarfirði verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl nk.,  kl. 17:00 í Sögumiðstöðinni, ekki 29. mars eins og áður var auglýst.   Dagskrá: 1.   Skýrsla stjórnar 2.   Afgreiðsla reikninga 3.   Kosning formanns 4.   Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna 5.   Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara 6.   Tillaga stjórnar um verkefni og fjárhagsáætlun 7.   Ákvörðun um árgjöld 8.   Breytingar á lögum félagsins 9.   Önnur mál   Vonumst til að sjá sem flesta.   Stjórnin 

Æfingar í karate falla niður í dag.

Æfingar í karate falla niður í dag vegna veikinda.   kv Dagný Ósk 

Rokk og lúðrar í Grundarfirði

  Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar heldur stórtónleika fimmtudaginn 24. mars og verða þeir í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga klukkan 19:30. Á meðal laga á efnisskránni má nefna lög eftir meistaranna í Coldplay og Muse, ásamt mörgum öðrum listamönnum sem eiga lög á þessum sannkallaða stórviðburði í menningarlífi Grundarfjarðar.   Ýmsir gestir leika og syngja með lúðrasveitinni en þar má helst nefna  Jóhönnu Guðrúnu. Á árinu 2010 voru einnig haldnir stórtónleikar þar sem kvikmyndatónlist fékk að hljóma en nú er það rokkið sem hljómar næstkomandi fimmtudagskvöld. Þetta er eitthvað sem enginn má missa af en þess má geta að vel yfir 200 manns mættu á síðustu tónleika sveitarinnar.

Takk fyrir

  Stjórn Félags atvinnulífsins í Grundarfirði (FAG) vill þakka kærlega öllum þeim sem komu að sýningunni Heimurinn okkar síðastliðinn laugardag, sýnendum, unglistamönnum og gestum. Yfir fjörutíu aðilar tóku þátt og voru básarnir hver öðrum glæsilegri. Var mál manna að sýningin sýndi ekki bara svart á hvítu hina miklu fjölbreytni í atvinnulífinu hér á svæðinu heldur einnig jákvæðni og kraft íbúanna. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá sýningunni sem Tómas Freyr Kristjánsson tók. Þær tala sínu máli.

Heimurinn okkar