Dagur leikskólans

Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa sameinast um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert og  var 6. febrúar valinn þar sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín þann dag árið 1950.  

Breytt útgáfa reikninga hjá Grundarfjarðarbæ

Frá og með febrúarmánuði mun Grundarfjarðarbær ekki senda út greiðsluseðla til einstaklinga fædda eftir 1950. Áfram verða sendir greiðsluseðlar til fyrirtækja. Framangreindar breytingar á fyrirkomulagi mun ekki vera tekið upp hjá áhaldahúsi og  Grundarfjarðarhöfn að svo stöddu. Birting reikninga verður í heimabönkum.   Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri.   Skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar  

Þorrablóti frestað fram á sunnudaginn 13. febrúar

Þorrablóti eldri borgara hefur verið frestað um einn dag eða til sunnudagsins 13. febrúar. Frestunin er vegna útfarar Guðmundar Runólfssonar. Blótið hefst kl. 18:00 og eru enn til nokkrir miðar, sem kosta 4.500.- Pantanir eru hjá Óla Jóni í símum 438 1375 eða 864 2419 

Hagræðing í rekstri framhaldsskóla

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vesturlandi voru nýlega kallaðir til fundar með fulltrúum mennta- og menningarmálalaráðuneytisins um málefni framhaldsskólanna, þ.e. Fjölbrautaskóla Vesturlands, Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Á fundinum kom fram vilji ráðuneytisins til að leita eftir frekari hagræðingu í rekstri skólanna og hvernig sé hægt að bæra stöðu þeirra, t.d. með aukinni samvinnu.  

Guðmundur Runólfsson látinn

Guðmundur Runólfsson 1920-2011   Guðmundur Runólfsson, heiðursborgari Grundarfjarðar, lést 1. febrúar sl. 90 ára að aldri. Guðmundur var einn af frumkvöðlum Grundarfjarðar og ævistarf hans samofið uppbyggingu byggðarinnar.   Guðmundur fæddist í hjáleigunni Stekkjartröð í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Runólfur Jónatansson oddviti á Spjör og Sesselja Gísladóttir. Ársgamall flutti hann með foreldrum sínum í Grafarnes þar sem þau hófu búskap. Fyrst í stað bjuggu þau í Neshúsum sem var fyrsta húsið sem reist var í Grafarnesi. Þau byggðu sér síðan bæ sem fékk nafnið Götuhús og þar ólst Guðmundur upp.  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 24. febrúar   n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 430 680

Kirkjuskólinn og Skátar

Kirkjuskóli hefst á morgun, miðvikudag 2. feb. kl. 16.15 Skátar byrja á fimmtudaginn 3. feb. Drekaskátar kl. 16.00 Fálkaskátar kl. 17.00  

Vesturlandsslagur í Gettu betur í kvöld

Fyrri umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst á Rás 2 í gærkvöldi. Í kvöld etja hins vegar kappi allir framhaldsskólar Vesturlands og hefst dagskráin kl. 19.30 með sannkölluðum Vesturlandsslag þegar lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði mætir nemendum frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Strax á eftir þeirri viðureign, eða kl. 20, mætir síðan Menntaskóli Borgarfjarðar sigursælu liði Verzlunarskóla Íslands. Alls taka keppnislið frá 30 skólum þátt í Gettu betur að þessu sinni en keppnin er með útsláttarsniði sem fyrr í tveimur umferðum. Fimmtán sigurlið og stigahæsta tapliðið úr fyrri umferð keppa í seinni umferðinni og þá keppa sigurliðin átta úr seinni umferðinni síðan í Sjónvarpinu.  Af vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is

Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lagt niður

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja niður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2011. Ástæðan minnkandi verkefni hjá embættinu.   Samið hefur verið við Snæfellsbæ um kaup á þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa frá sama tíma.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 999/2010um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011   Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu  nr. 68/2011 í Stjórnartíðindum.