Vel mætt á íbúafund

  Bæjarstjórn Grundarfjarðar stóð fyrir opnum íbúafundi í Samkomuhúsinu síðastliðinn miðvikudag. Vel var mætt á fundinn og vildu talnaglöggir meina að yfir 70 manns hefðu verið á svæðinu.

Ný samþykkt um hundahald

Drög að nýrri samþykkt um hundahald í Grundarfjarðarbæ eru nú til vinnslu. Á íbúafundinum í vikunni voru þau lögð fram til kynningar og eru nú aðgengileg á vefnum. Mikilvægt er að fá athugasemdir og ábendingar íbúa við þessum drögum. Athugasemdir sendist fyrir 28. maí á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.   Drög að nýrri samÞykkt um hundahald Núverandi samþykkt um hundahald Samþykktir um hundahald og gjaldskrár fyrir hundahald í öðrum sveitarfélögum  

Kiwanis heimsækir grunnskólann

  Fulltrúi Kiwanishreyfingarinnar í Snæfellsbæ kom færandi hendi í Grunnskóla Grundarfjarðar og færði 1. og 2. bekk veglega hjálma að gjöf, bleika fyrir stúlkurnar og bláa fyrir drengina.  Nemendurnir voru himinlifandi yfir þessu enda má enginn vera á hjóli án þess að vera með hjálm. 

Starf skrifstofustjóra laust til umsóknar

Starf skrifstofustjóra á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar er laust til umsóknar.   Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Skrifstofustjóri hefur m.a. umsjón með skrifstofuhaldi, starfsmannahaldi bæjarins, bókhaldi, gerð fjárhagsáætlana og uppgjörsvinnu. Hann undirbýr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og ritar fundargerðir.  Hann hefur mikil samskipti við íbúa og vinnur að stefnumarkandi verkefnum með bæjarstjóra. Skrifstofustjóri er staðgengill bæjarstjóra.  

Karate

Karate hjá 1-5. bekk verður klst. seinna í dag, föstudaginn 13. maí, eða frá 18:40-19:40 v/tónleika tónlistarskólans. Vinsamlegast látið þetta berast. Síðasta æfing vetrar verður nk. miðvikudag 18.maí og vonandi verður svo próf frá kl. 18:00 fimmtudaginn 19. maí. Verið dugleg að mæta á þessar síðustu æfingar fyrir próf !kv. Dagný Ósk, þjálfari  

Kynningar á íbúafundinum í kvöld

Á íbúafundinum sem hefst kl. 20 í kvöld verður kynning frá Íslenska gámafélaginu, um fyrirkomulag á þriggja tunnu sorpflokkun.  Tunnur og fötur verða til sýnis og einnig sýnir Suða tunnufestingar. Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Alta, kynnir hugmynd um Svæðisgarð á Snæfellsnesi, sem unnið er að. Einnig verður staða og helstu mál hjá bænum kynnt. Tónlistarskólinn gleður eyrun og eitthvað verður til að gleðja munn og maga. Fundarstjóri verður Jón Eggert Bragason, skólameistari FSN.   Allir velkomnir!  

Íbúafundur

Miðvikudagskvöldið 11. maí býður bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar til íbúafundar í Samkomuhúsinu kl. 20:00. Fundurinn er upplýsinga- og samræðufundur. Fjallað verður um þriggja tunnu sorpflokkun, svæðisgarð á Snæfellsnesi, Samstarf sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, breytingar á skólamálum, framkvæmdir í sumar og fleira. Sjá dagskrá hér.   Kaffiveitingar og atriði frá Tónlistarskólanum   Láttu þig málin varða! Sjáumst á miðvikudaginn.   Bæjarstjórn  

Bæjarstjórnarfundur

137. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 12. maí 2011, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.  

Kartöflugarðar

Garðyrkjuvakt Kvenfélagsins Gleym mér ei  beinir því til íbúa sem hafa áhuga á að rækta matjurtir í sumar að hafa samband við starfsmenn Kvíabryggju í síma 438-6827.

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans verða í sal fjölbrautaskólans föstudaginn 13.maí kl.17.00. Allir velkomnir.