Svartur svanur

  Sjaldséðir hvítir hrafnar segir máltækið. Líklega verða svartir svanir einnig að teljast sjaldséðir en þessa dagana er einn slíkur í heimsókn í Grundarfirði. Tómas Freyr Kristjánsson tók þessa skemmtilegu mynd og nokkrar til.

Safnað fyrir vatnsrennibraut

Þessar duglegu Grundarfjarðarhnátur komu við á bæjarskrifstofunni í gær. Þær heita Brynja Gná, Karen Lind, Elva Björk, Svanhildur Ylfa og María Margrét. Tilefnið var að afhenda fé sem þær höfðu safnað til kaupa á vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins. Þær söfnuðu 6.429 kr og bætist það í sjóðinn. Þessi sjóður var stofnaður árið 1997 og margir kraftmiklir krakkar gefið í hann í gegnum tíðina. Í dag eru rúmlega 96.000 kr. í sjóðnum. Við þökkum þeim fyrir gott framtak.

Dagskrá Sjómannadagsins í Grundarfirði 2011

Sjómannadagshelgin er að renna upp og verður margt  gert til skemmtunnar þessa helgi, golfmót, sprell fyrir krakkana, grill í boði Samkaupa, keppni á bryggjunni á milli áhafna, þyrla Landhelgisgæslunnar mætir o.fl. o.fl. Hér má sjá dagskrána. 

Moldin er komin

Möldarkörum hefur verið komið fyrir á planinu fyrir neðan gámastöðina. Þar má sækja sér mold endurgjaldslaust. Hámark eitt kar á heimili.  

Móttökuhópur sumarsins

  Við erum að leita að skemmtilegum og hressum ungmennum á aldrinum 13-18 ára til að starfa í móttökuhóp fyrir skemmtiferðaskipin sem heimsækja okkur í sumar.   Kannt þú á hljóðfæri? Kannt þú að syngja? Langar þig að spila Kubb? Hefurðu gaman af því að skemmta öðrum? Vantar þig aukapening í sumar?   Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig þá endilega hafðu samband við markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar í síma 430-8500.   Hafnarstjóri

Götusópur

Götusópur mun vera á ferðinni í dag og á morgun og eru íbúar beðnir að hliðra til fyrir honum eftir því sem kostur er.

Kór Neskirkju heimsækir Grundarfjörð

  Kór Neskirkju heimsækir Grundarfjörð og heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju föstudagskvöldið 3. júní kl. 20:30. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt.  Flutt verða sumarleg sönglög, íslensk þjóðlög, sálmar og ættjarðarlög í bland við nokkur erlend tónverk.   Af verkum íslenskra tónskálda á efnisskránni má nefna  tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Inga T. Lárusson og KK.    Af erlendum tónskáldum má nefna John Bennett, Anton Bruckner, R. Nathaniel Dett og Nathan Hall. Saman syngja kórar Neskirkju og  Grundarfjarðarkirkju nokkur lög.  Stjórnandi Kórs Neskirku er Steingrímur Þórhallsson.   Allir hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Vinnuskóli 2011

Vinnuskólinn mun hefja starfsemi mánudaginn 6. júní 2011. Vinnuskólinn starfar í tveimur tímabilum, fyrra tímabilið verður frá 6. júní til 30. júní að báðum dögunum meðtöldum. Seinna tímabilið verður frá 4. júlí til 27. júlí að báðum dögum meðtöldum. Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir skráningu lýkur. Unnið verður mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00.  

Ársreikningur 2010

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar voru ársreikningar Grundarfjarðarbæjar og stofnana fyrir ári 2010 samþykktir.   Rekstrarniðurstaða var betri en áætlað var, þó niðurstaðan hafi verið neikvæð um 16 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu að fjárhæð 33 millj. kr. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 655 millj. kr. og rekstrargjöld fyrir fjarmagnsliði og afskriftir voru 563 millj. kr.  

Sumarnámskeið fyrir börn

Nú í sumar er boðið upp á fjölda glæsilegra námskeiða fyrir unga Grundfirðinga. Skráning fer fram á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.