- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Til að hljóta tilnefningu þurfa verkefni að vera komin af hugmyndastigi á frumstig framleiðslu eða rekstrar. Þau þurfa að styðja með beinum hætti við uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi en ekki er krafa um að umsækendur séu Vestlendingar. Verkefnin verða metin af sérstakri matsnefnd með hliðsjón af nýsköpunargildi, trúverðugleika og framfaragildi verkefnisins fyrir Vesturland. Dómnefnd velur þrjú áhugaverðustu verkefnin og hljóta þau verðlaun í formi fjárstyrks og ráðgjafar og jafnframt fá tilnefnd verkefni viðurkenningarplagg.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til 6. maí nk. og verðlaunin verða afhent á Frumkvöðladegi Vesturlands.
Frétt af vef Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.